Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 170
168
Sven Meller Kristensen
Skírnir
hins danska doða, hinnar hlutlausu undirgefni, en þar er lika
að finna andspyrnuljóð, kaldhæðin kvæði, sem hvetja til að
sýna Þjóðverjum fyrirlitningu, og alvöruorð um þá þykkju
og heiftrækni, sem Munk vonaði að geta vakið hjá þjóðinni.
Það kveður við sama tón í kvæðum hans í ljóðabókinni Navi-
gare necesse (Nauðsyn er að sigla), sem einnig kom út 1941.
Árið 1942 kom út siðasta stóra leikritið, sem hann samdi,
Niels Ebbesen, sem íslenzkum hlustendum er vel kunnugt,
því að það hefur tvisvar verið leikið í útvarp. Þjóðverjar
bönnuðu það þegar í stað. Það var ekki sýnt í Danmörku,
fyrr en eftir strið, árið 1945. 1 fyrsta skipti sýnir Kaj Munk
nú lýðræðissinnaða „hetju“, gáfaðan, umburðarlyndan fyrir-
myndar Dana — seinþreyttan til vandræða. Hann vill búa
við frið í lengstu lög og gætir bús síns, meðan þýzka her-
námið undir forystu Gerts greifa þjarmar æ fastar að þjóð-
inni. Styrjaldir og blóðsúthellingar eru honum viðbjóður.
Loks er þó langlundargeð hans og friðsemd á þrotum, þegar
greifinn kallar Dani í þýzka herinn. Hann tekur ákvörðun
sína ekki af reisn og skörungsskap, öllu heldur af óbeit og
með nokkrum ótta — og drepur greifann. I leikritinu eru
auk Niels Ebbesens og hinnar viljasterku og stæltu konu hans,
þeir Ove Háse, samstarfsmaður Ebbesens, Vitinghoven, þýzk-
ur liðsforingi, sem glepur dóttur Niels Ebbesens, og hinn
vesæli séra Lorents, sem þjáist af því, hve orð hans eru einsk-
ismetin. Hann tjáir hug skáldsins sjálfs, sársaukann vegna
þess, hve honum finnst hann fá lítinn hljómgrunn hjá þjóð-
inni. Persónurnar eru vel gerðar, stíllinn tær og efnið óbrotið
og einfalt. Táknrænt er þó fyrir Kaj Munk, hve spennan og
atburðarásin er miklum mun áhrifaminni í þessu leikriti
hans, þar sem viðfangsefnið er nýtt af nálinni og ekki eins
persónubundið og í fyrri verkum hans.
Á hemámsárunum semur hann fjóra einþáttunga: Kon-
unginn, Þér, virSulegu dómarar, DauSi Ewalds, sýnt á minn-
ingarhátíð Ewalds 1942 — og var þá Holger Gabrielsen sagð-
ur höfundur — og loks hið stutta snilldarverk For Cannae
(Fyrir orrustuna við Cannae), skrifað 1943, samtal Hanni-
bals og Fabíusar hægfara nóttina fyrir orrustuna við Cannae.