Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 56
54
Einar Laxness
Skírnir
óskipt í Ijós álit sitt á nauðsyn innlendrar stjórnar hið bráð-
asta og að það mál væri lagt fyrir þjóðfund eða Alþingi. Má
ugglaust eigna Jóni heiðurinn af, að sú afstaða kom ótvírætt
fram.
Alþingi 1865 fékk að fjalla um aðskilnað fjárhagsins í formi
frumvarps frá stjórninni. Var þar stuðzt við kenningar meiri-
hluta fjárhagsnefndarinnar um að leggja þáverandi ástand til
grundvallar (ástandskrafan). Var lagt til, að árlegt gjald til
Islendinga yrði 42.000 rd. um 12 ár, en að því loknu verði
tillagið ákveðið með lögum. I fyrstu grein þess var og svo
ákveðið, að með samþykkt frumvarpsins skuli „lokið starfa
þeim, er ríkisþing konungsríkisins hingað til hefur haft á
hendi“ í fjárhagsmálum Islendinga. Hins vegar var ekkert
um nýskipan landstjórnar. Ljóst má vera, að hér var skammt
gengið til móts við kröfur Jóns Sigurðsonar (reikningskröf-
una). Eigi að síður samþykkti fjölmenn þingnefnd að taka
á móti þessu tilboði, svo framarlega sem árgjaldið fengist
hækkað upp í 50—60.000 rd. Var litið svo á, að með því að
taka slíku tilboði, væri um svo rikan hagnað fyrir landið að
ræða, að í raun og veru jafngilti verulegum hluta af stjórn-
arbót. Væri því stórvarhugavert að ganga ekki að tilboðinu,
enda treysti enginn nefndarmaður sér til að halda kröfum
Jóns fram.
Urðu nú harðar sviptingar í þingsölum, er flokkur Jóns
klofnaði í afstöðu um þetta mál. Jón lét sér þó fátt um finn-
ast, en tróð fram á vígvöllinn með liði sínu og barðist með
oddi og eggju gegn þessu ófullnægjandi tilboði stjórnarinnar.
Upphæð fjártillagsins taldi hann alltof lága, en 1. gr. frumv.
stórlega varhugaverða, þar sem hún viðurkenndi raunveru-
lega réttmæti afskipta ríkisþingsins af íslenzkum fjárhags-
málum, er væri öldungis heimildarlaust. Þar að auki ætti
stjórnskipunarmálið að vera í órofa tengslum við þetta mál.
Þrátt fyrir klofninginn í liði Jóns og nær einhuga þingnefnd
til andstöðu, tókst Jóni að fylkja svo liði, aðallega bænd-
um, í móti frumv., að við atkvæðagreiðslu var því vísað frá
með 14 atkvæðum gegn 12. Mega þau úrslit gefa til kynna,
hvílíkt vald Jón hafði yfir mönnum, er á átti að herða, —