Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 265
Skírnir
Ritfregnir
263
frá 13. öld og sex frá 20. öld. Sögumar em þessar: Auðunar þáttr vestfirzka
(The Story of Audunn and the Bear), Þurrkur (A Dry Spell) eftir Einar
H. Kvaran, Gamla heyið (The Old Hay) eftir Guðmund Friðjónsson,
Þegar eg var á fregátunni (When I was on the Frigate) eftir Jón Trausta
(Guðmund Magnússon), FeSgarnir (Father and Son) eftir Gunnar Gunn-
arsson, TójuskinniZ (The Fox Skin) eftir Guðmund G. Hagalín og Nýja
fsland (New Iceland) eftir Halldór Kiljan Laxness. Þýðendur eru þessir:
G. Turville-Petre, Jacobina Johnson, Mekkin Sveinsson Perkins, Arnold R.
Taylor, Peter Foote, Axel Eyberg og John Watkins.
Val í bók af þessu tæi orkar vitanlega alltaf tvímælis, bæði höfunda-
val og efnis, en ég fæ ekki betur séð en hvort tveggja hafi tekizt vel. Úr
mörgu var að velja. I fornritum okkar eru margir þættir listilega vel
gerðir, og gátu þvi ýmsir komið til greina, en ég hygg, að flestir dóm-
bærir menn telji Auöunar þátt í fremstu röð að listgildi — og það eitt
skiptir hér máli. En ef til vill má segja, að það sé lítill greiði við þá
ágætu höfunda, sem á eftir koma, að hefja bókina á þessu mikla listaverki.
Hins vegar gefur þetta sanna mynd, því að enn hafa beztu höfundar nú-
tímans á Islandi ekki tekið beztu höfundum fornaldarinnar fram. Allar
smásögurnar eru góðar, og sumar eru áreiðanlega beztu sögur þeirra höf-
unda, sem valdir hafa verið. Þó mundi ég ekki telja, að Nýja Island sé
bezta saga Kiljans, en ekki verður þó sagt, að honum sé gert lágt undir
höfði með því að velja hana. Fyndnin, blandin alvöru, sem er eitthvert
sterkasta rithöfundareinkenni hans, nýtur sin miklu betur í öðrum smá-
sögum hans. Og almennt má finna það að valinu, að það sé of einhliða,
yfir sögunum grúfir of þunglyndislegur blær. Lítils háttar gamansemi
hefði ekki sakað.
Ég hefi borið nokkrar af þýðingunum saman við islenzka textann og
hefi á stöku stað fundið óþarfa ónákvæmni, en ekki verður þó annað sagt
en þýðingamar séu vandaðar og gefi sanna mynd af frumtextanum, eftir
því sem þýðingar geta gert.
Framan við þýðingarnar er inngangur (Introduction) eftir annan útgef-
andann, Steingrím J. Þorsteinsson prófessor. Inngangurinn er 28 bls. (bls.
7—35). Hann er prýðilega saminn, er greinargott yfirlit um sögu ís-
lenzkra bókmennta, einkum laust mál, frá upphafi til vorra daga. Eins
og vera ber í sliku riti, er inngangurinn saminn með hliðsjón af útlend-
ingum, sem alls ókunnir eru íslenzkri menningu og sögu. Höfundur hefir
því valið þann kost að greina frá veigamestu atriðum Islandssögunnar, og
verður inngangurinn þannig miklu yfirlitsbetri kynningargrein en ella
hefði orðið. Þeir útlendingar, sem greinina lesa, fá þéttingsmikla fræðslu
um íslenzkar bókmenntir og íslenzka sögu. Helzt gæti ég það að ritgerð-
inni fundið, að höfundum smásagnanna eru gerð fulllítil skil. Vel hefði
farið á því að kynna þá nokkru rækilegar.
Ástæða er til að fagna útkomu þessarar bókar. Eflaust verður margt
bóksinnað fólk til þess að kaupa hana. En ástæða er til að benda íslend-