Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 148
146
Einar Bjarnason
Skírnir
dórssonar, er fengin fullnægjandi skýring á því, að eignar-
skiptabréf Barðsbræðra er skrifað í Hvammi.
Árni Þorsteinsson var kvæntur Þorbjörgu Eyjólfsdóttur
bónda á Urðum Arnfinnssonar, systur Margrétar konu Rafns
lögmanns Brandssonar. Þau eru gift, þegar Árni selur Magnúsi
Þorkelssyni, svila sínum, hluta í Grenivík fyrir Hæringsstaði
í Svarfaðardal 2. október 1477.1) Ekkert er kunnugt því til fyr-
irstöðu, að Árni hafi verið kvæntur áður en hann átti Þor-
björgu og hafi fyrr átt systur Rafns lögmanns, en síðar systur
konu hans. Magnús var sonur Árna Þorsteinssonar og Þor-
bjargar. Hann var alla tíð handgenginn Gottskálki biskupi
Nikulássyni, svo sem augljóst er af skjölum, og hann kann að
hafa átt þátt í því, að séra Jón Brandsson, bróðir Tómasar, fær
ungur Barð í Fljótum. Magnús átti Holt í Fljótum og hefur að
öllum líkindum búið þar, meðan hann var í Skagafirði. Hann
kvæntist Margréti Þorvarðsdóttur, ekkju Sigurðar sýslumanns
í Hegranesþingi Finnbogasonar, og fluttist eftir lát Gottskálks
biskups austur að Eiðum. Samkvæmt Holtskirkjumáldaga
bjuggu þeir á Holti feðgarnir Þorsteinn Magnússon og Hall-
steinn, sonur hans, til 1492, en frá 1492 til 1500 Jón Þorsteins-
son, væntanlega einnig sonur Þorsteins Magnússonar. Holt
hefur borið undir Árna Þorsteinsson í arf, e. t. v. að hluta, og
síðar Magnús, son hans, sem e. t. v. kann að hafa leyst til sín
hluta meðarfa sinna í jörðinni. Víst er það, að Magnús lög-
réttumaður á Eiðum Vigfússon, dóttursonur Magnúsar Árna-
sonar, átti Holt. Hann lýsir því í dómi á Egilsstöðum á Völlum
1. september 1587, að hann hafi selt Eiríki sýslumanni Áma-
syni jörðina.2)
Hið næsta, sem menn vita um ábúendur á Holti, eftir að
Magnús Árnason fluttist austur, er það, að 1528 býr Brandur
Pálsson, faðir Tómasar Brandssonar, á jörðinni og giftir það-
an Guðnýju dóttur sína.3) Engum stóð nær ábúð á Holti en
mági Magnúsar Árnasonar. Löngu síðar bjó Hallur Magnús-
son, dóttursonur Brands Pálssonar, á Holti. Þá hefur Magnús
1) D.I. VI, bls. 120—121.
2) Bréfabók Guðbr. bisk. Þorlákssonar, bls. 492—493.
S) D.I. IX, bls. 466—467.