Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 53
Skímir
Jón Sigurðsson
51
aði og menn gætu snúið sér að öðrum og frjórri verkefnum
í þágu alþjóðar. Um miðjan áratuginn komst það mál á dag-
skrá, er hæst gnæfði yfir önnur mál, enda fól það í sér vísi
til allra framfara innanlands, ef fram næði að ganga. Þetta
var fjárhagsmálið svonefnda, sem næst skal lítillega að vikið,
enda nátengt Jóni Sigurðssyni öllum Islendingum fremur.
6.
Sex árin hin næstu eftir erindrekaför sína kom Jón Sig-
urðsson ekki til Islands og var því ekki viðlátinn tvö þing.
Hann mun hafa haft ærið að starfa í Höfn þessi árin, og hlut
sinn lét hann ekki eftir liggja í stjórnskipunarmálinu, þá
frekar en endranær. I Ný félagsrit ritaði hann hverja ritgerð-
ina á fætur annarri um íslenzk stjórnmál: 1860 Um málefni
íslands 1861, Alþingismálin og auglýsingar konungs til Al-
þingis. 1862 Um stjórnmál íslands. 1863 Stjórnmál og fjár-
hagsmál Islands. 1864 Vegur íslendinga til sjálfsforrœSis. Svo
sem þessar fyrirsagnir gefa til kynna, var hér um óþreytandi
varðstöðu um íslenzk þjóðréttindi að ræða og látlausa kröfu-
gerð á hendur hinu erlenda valdi. Eru þetta hinar merkustu
ritgerðir, sem alltof langt væri hér að vitna til í einstökum
atriðum. Þess skal getið, að til svo umfangsmikilla skrifa af
Jóns hálfu dró sú staðreynd, að nú var þess að vænta, að
stjórnin léti til skarar skríða í fjárhagsmálum Islendinga með
þá stefnu fyrir augum að aðskilja fjárhag landanna. í ritgerð
sinni 1860 hafði Jón einmitt sérstaklega tekið fyrir, hvílík
hindrun í vegi eðlilegrar þróunar f járskortur landsmanna væri.
I ritgerðunum, er á eftir komu, er fjárhagsmálið undirtónn-
inn i málflutningi hans. En málið taldi hann, að ætti að vera
í nánum tengslum við stjórnskipunarmálið sjálft, — svo sam-
tvinnuð taldi hann þau, að ekki væri í mál takandi að ræða
þau aðskilin. 1 næstu ritgerð taldi hann nauðsynlegt að taka
á ný til meðferðar, hverjar kröfur gera eigi um skipan inn-
lendrar landsstjórnar, þegar það mál kæmist aftur á dagskrá.
Itrekar hann kenningar sínar, sem hvíli á grundvelli Gamla
sáttmála, en að öðru leyti mælir hann sérstaklega með til-
lögu Þingvallafundarins 1850 um skipan landstjórnar. Sá