Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 185
Skírnir
Lok einveldisins í Danmörku
183
Það var því ekki nema í orði kveðnu, að einveldið væri úr
sögunni með myndun marzstjórnarinnar, heldur hófst þá
undirbúningurinn að breytingunni. Þann 4. apríl kom út
opið bréf, þar sem var m. a. birt ákvæði um, hvaða kollegí
hver ráðherra ætti að taka að sér, þangað til búið væri að
skipuleggja hin nýju ráðuneyti. Meirihluti ráðherranna hafði
verið starfandi í kollegíunum, og þeir tryggðu, að umskiptin
yrðu ekki of snögg. Hins vegar var ekki annars að vænta en
jafnhatrammir óvinir einveldisins og Tscherning mundu fljótt
láta ganga milli bols og höfuðs á ummerkjum einveldisins,
enda var hann fyrstur til að setja sitt ráðuneyti á laggirnar.
Vorið 1848 var málunum svo langt komið, að dómsmálaráðu-
neytið, menntamálaráðuneytið og her- og flotamálaráðuneytið
voru með hinu nýja skipulagi, en fjármál og viðskiptamál
voru enn „kollegíal“. Það var skipulag innanríkisráðuneytis-
ins, sem var hér þrándur í götu, svo að ekki var hafizt handa
fyrr en um haustið. Þau mál, sem hið væntanlega innanríkis-
ráðuneyti átti að fjalla um, höfðu áður verið afgreidd í kan-
sellíinu, rentukammerinu eða generaltollkammerinu. Ráða-
gerðir um skipulag hins væntanlega innanríkisráðuneytis hóf-
ust þegar vorið 1848, en þær áttu að fara leynt.
1 sambandi við athuganirnar á skipulagi innanrikisráðu-
neytisins, skaut upp hugmyndinni um sérstaka íslenzka stjórn-
ardeild. Henni er fyrst hreyft í ríkisráðinu (Statsrádet) 22.
apríl 1848, og það var menntamálaráðherrann D. G. Monrad,
sem bar fram tillöguna:
„Præsidenten (Moltke) forelagde et af Minister Monrad
indgivet Forslag om samtlige islandske Sagers Henlæggelse
under een enkelt Departementschef, der vilde have at refe-
rere dem for de respective Ministre, under hvis Ressort de
henhore.
Efterat Minister Monrad havde bemærket, at Forslaget
nærmest var foranlediget ved den Mangel paa Kjendskab til
de islandske Forhold, der fandtes i Biireaueme under hans
Ministerium, naar der her var Sporgsmaal om islandske Sager,
og at han troede, at Islændeme vilde i Forslagets Iværksæt-