Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 99
Skírnir
Um ákvæðaskáld
97
sagnir gerast ekki aðeins vegna þess, að ytri skilyrðin séu lík,
heldur einnig vegna þess, að gömlu sagnirnar hafa verið hluti
af þeirri þjóð, sem skapaði hinar nýju. Þótt sagnirnar verði
fjölbreyttari og að sumu leyti aðrar, eftir því sem aldir líða,
varðveitist samt eitthvað sameiginlegt. — „Stofninn er gamall,
þótt laufið sé annað en forðum.“
En tímarnir breytast, og enda þótt sagnir um kraftaskáld séu
enn á vörum þjóðarinnar, má búast við, að flest, sem hefur ekki
verið skrásett, glatist með þeirri kynslóð, sem nú er uppi. En
fortíðin er rammur þáttur í okkur öllum, og við getmn ekki
skilið okkur sjálfa, ef við viðurkennum það ekki. Það er því
siðferðileg skylda okkar að varðveita eftir föngum minningar
um liðna daga. Mörgum kann að vísu að finnast sumt í fari
ákvæðaskáldanna ljótt eða jafnvel viðbjóðslegt. Ber ekki að
neita, að þeir hafa nokkuð til síns máls. En aldarfarið á dögum
niðurlægingar og kúgunar hefur líka verið ljótt, og krafta-
sagnirnar eru spegilmynd lífsins. Margar aðrar sagnir bera
hins vegar vott um innilega guðstrú og velvild í garð náung-
ans. Sum kraftaskáldin hafa einnig á sinn hátt verið frelsis-
hetjur, er hafa lagt sinn skerf til að bjarga íslenzku þjóðerni
um aldaraðir. Saga kraftaskáldanna er því að nokkru leyti saga
mannsandans á Islandi. Sú saga er enn óskrifuð, og ekki er unnt
að gera henni rækileg skil án þess að safna saman sögnum frá
sem flestum öldum og landshlutum. Margt er að vísu til í prent-
uðum bókum og blöðum, en annað vafalaust hvergi nema í
munnmælum. Til þess að geta rannsakað vaxtarskilyrði sagn-
anna og áttað sig á útbreiðslu þeirra er einnig mikilvægt að fá
sem flest tilbrigði af hverri sögn, hvort sem hún hefur verið
bókfest áður eða ekki. Efalaust hafa margir heyrt þær sagnir
og vísur, sem hér hafa verið tilfærðar, öðruvísi. Margir góðir
Islendingar hafa þegar greitt götu mína og látið mér dýrmætt
efni í té. Ég þakka þeim öllum innilega fyrir góða aðstoð. En
ég er viss um, að margir lesendur þessarar greinar vita margt
um kraftaskáld, og skora ég á þá að halda þeim fróðleik til haga
og láta ritstjóra Skírnis í hendur. Auk sagnanna þarf að fá nafn,
aldur og heimilisfang heimildarmanns, svo og, ef unnt væri,
nafn og heimkynni þess, sem kenndi honum. Ef nokkuð væri
7