Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 128
126
Árni Björnsson
Skirnir
pott úr brynjumálmi á mitt búrgólfið, létu yfir hann síu-
grind með krossspelum yfir, og gat þá búrdrífan ekki kom-
izt út aftur um opið, seiii var krossmyndað. Sumir segja,
að húsmæðurnar væru sjálfar í búrinu alla nýársnótt,
meðan búrdrífan féll; en þegar potturinn væri orðinn full-
ur, hafi þær látið yfir hann krosstréð, svo drífan gæti ekki
komizt upp úr honum, og er sú sögusögn öll líklegri. Eji
búrdrífunni átti að fylgja einstök búsæla og búdrýgindi.“
(J. Á. II 550).
Þessar sagnir um búrdrífuna eru úr Strandasýslu, en Eggert
Ólafsson hefur einnig kveðið um hana (E. Ó. Kv. 220—221).
Þá á að vera hægt að sjá konuefni sitt eða mannsefni á gaml-
árskvöld með því að horfa í spegil í almyrku herbergi. Eng-
inn annar má vera viðstaddur né vita um þetta. Fyrst á að
hafa yfir töfraþulu, og taka þá að koma fram þokukenndar
kynjamyndir í spegilinn, síðan kemur fram hönd með hníf
eða eitthvert annað vopn. Hún á að koma fram þrisvar. Sein-
ast fara myndirnar í speglinum að skýrast, og loks kemur hin
rétta mynd, sem sést aðeins nokkrar sekúndur, en svo hverfur
allt (Isl. þh. 212).
Sú trú, að liS Faraós fari úr selahömum sínum á þessum
nóttum, er a. m. k. til á íslandi á fyrra hluta 17. aldar, sem sjá
má á sögu Jóns lærða um dans selameyjanna á sævarströndu
á jólanótt (J. Á. II XXII). En þegar Faraó Egyptalandskon-
ungur drukknaði með liði sínu í Rauðahafinu, urðu hann og
menn hans að selum, og því eru beinin í selnum svo lík manns-
beinum. Komast þeir úr hömunum aðeins einu sinni á ári, oft-
ast einhverja hinna þriggja helztu jólanótta, en sumir segja á
Jónsmessunótt (sbr. J. Á. I 629).
Þá hefur það verið sagt, a. m. k. á 14. öld, að átti dagur jóla
væri einn af hinum svonefndu illu dögum, en um þá segir svo:
„Tveir eru þeir dagar í hverjum mánuði, er at bókmáli
kallask dies mali, en þat þýðisk illir dagar. Þat er ein stund
á sérhverjum þeira, er ónýt er til allra lækninga, þeira
sem menn vænta sér heilsu af, nema guð vili með jartegn-