Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 70
68
Einar Laxness
Skímir
við hann, þá veitti það stundum erfitt. Hins vegar var hann
hinn greiðviknasti maður og búinn til að gjöra hvers manns
bón, ef honum var unnt; þetta vissu menn, og notuðu það
einnig óspart; ..
Á öðrum stað segir sr. Eiríkur: „Hann var maður mjög vel
máli farinn; rómurinn var hvellur mjög og áhrifamikill, ef
hann talaði af kappi. Svipur hans og viðmót allt var höfðing-
legt og bar vott um þann kraft, sem almenningur metur ætíð
mikils, og sem vekur bæði lotningu og traust, einkum þegar
allt líf mannsins að öðru leyti sýnir, að hann á það skilið.
Auk þess var hann i viðkynningu svo ljúfur og göfuglyndur,
að hann hlaut að laða menn að sér, svo að fyrir þá sök gátu
þeir leiðzt til að fylla flokk hans, er annars létu sig málið
litlu skipta. Á hinn bóginn þótti hann eigi líta ætíð með fullri
sanngirni á skoðanir annarra, eða taka ástæður þeirra nægi-
lega til greina. Stundum varð einnig mein að því, að hann
var eigi nógu kunnugur högum almennings á Islandi eða þvi,
hve ólíkt stóð á þar og í öðrum löndum í ýmsum efnum.
Hann þekkti landið manna bezt af bókum og skýrslum, en
síður af sjón og reynd, með því að hann ól nær allan þroska-
aldur sinn erlendis. Einkum hætti honum stundum við að
ímynda sér mátt og megin lands og lýðs fremur eftir því,
sem mætti vera eða ætti að vera, heldur en því, sem í raun
og veru var.“
Nú má það eigi tilhlýðilegt þykja að bera brigður á orð
sr. Eiríks Briem, svo gjörla sem hann vissi, hvern mann Jón
hafði að geyma. Skjóta vildi ég þó því inn hér, að úr hinu
síðast talda atriði, er hér var til vitnað, sé meira gert en telja
má réttmætt, ef á allt er litið. Það kann máski að eiga sér
stoð, að Jóni hafi nokkuð fatazt matið á aðstæðum heima
fyrir með kappi sínu í fjárkláðamálinu. En að öðru leyti má
benda á, að Jón kom til íslands næstum hvert þingár og
hafði þar að auki gríðarlega mikil bréfaskipti við menn um
land allt alla ævi, svo að erfitt mun að andmæla, að í gegn-
um þau hafi hann m. a. öðlazt skýra yfirsýn yfir hag lands-
manna. Þannig sýnist mér, að sá ókunnugleiki, sem sr. Ei-
rikur nefnir, komi langtum minna fram í starfi Jóns en ætla