Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 235
Skírnir Doktorsrit um Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar
233
Mig furðar á því, að jafn kostgæfinn maður og praeses hefur
skotið sér undan jafn sjálfsögðu verki.
Um heimildaskrána kann praeses að svara því til, að heim-
ilda sé getið jafnóðum í ritgerðinni og til þeirra sé vitnað.
Það væri engin ástæða að endurtaka þær í rennu.
Að vísu er heimilda getið á dreif í ritgerðinni. En í fyrsta
lagi vantar þær ýmsar, sem praeses hlýtur að hafa notað eða
hefði átt að benda á. Dæmi: Varðandi rannsókn málshátta
safn Finns Jónssonar (Oldislandske ordsprog og talemáder) í
Arkiv XXX (1914) og viðbót Hugos Gerings við það í Arkiv
XXXII (1916: Altnordische sprichwörter und sprichwörtliche
redensarten), en þessa er hvergi getið. Sögu fornyrðislags-
notkunar til þýðingar ljóðabálka, allt frá Gröndal eldra og
áfram, mun fyrstur hafa rakið á prenti Jón Helgason (Séra
Jón Þorláksson, Frón II, 1944, endurpr. í fyrrgreindu ritgerða-
safni). Um áhrif fornmenntastefnunnar á Islandi hefði átt að
visa til doktorsrits Jakobs Benediktssonar um Arngrím lærða.
Þannig mæti sitthvað telja.
Um Sveinbjörn og Hómersþýðingar hans sérstaklega eru
auðvitað undirstöðuheimildir ævisaga Jóns Árnasonar og svo
útgáfa Menningarsjóðs á Kviðum Hómers (1948—49), sem
þeir Kristinn Ármannsson rektor og Jón Gíslason skólastjóri
bjuggu til prentunar, með ritgerðum þeirra og skýringum.
Auk þess hefur praeses dregið fram margt markvert, einkum
úr bréfasöfnum.
Nú kann hann að segja sem svo, að heimildir um þessi efni
séu svo fáskrúðugar, að ekki hafi tekið því að gera úr þeim
skrá, ásamt öðrum gögnum, sem til er vísað í bókinni. En
það er ekki rétt. Hér hefði m. a. átt að vera allt varðandi
Hómersþýðingarnar — svo sem allar ritfregnir og ritdómar,
jafnvel í sérstökum þætti, þar sem viðtökum væri lýst. Hér
er lítið um slíkt, nema birt merk ummæli Konráðs Gíslasonar
úr Fjölni 1843 um Odysseifsdrápu (319). En praeses átti að
sýna, að hér hefði hann haldið öllu til skila, fyrr og síðar,
og er þar ekki sízt að nefna ritdóm hans sjálfs um síðustu út-
gáfu, í Skírni 1949.
Hér hefði og átt að telja fram allt nýtilegt um Sveinbjörn,