Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 244
242
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
stuðlasetningu, nfl. að h, hl, hn og hr stuðlar saman, en í
norsku hafði h „fallið burt“ á undan l, n og r á 11. öld.1)
6. Áður en skilizt er við þetta mál, þykir mér rétt að víkja
aftur fám orðum að Alexanderssögu. Handrit segja, að Brand-
ur biskup hafi snúið henni á norrænu. Tökum þau orð rétt
í svipinn fyrir leiðsögugetgátu, hugsum okkur, að hann hafi
gert það. Hvernig vann hann? Sat hann við borð sitt og skrif-
aði sjálfur þýðingu sína, setningu eftir setningu? Eða fór
hann líkt að og Dr. Johnson, þegar hann þýddi bókina um
Abyssiníuför Lobos: hafði bókina hjá sér og sneri textanum
á ensku, en Mr. Hector skrifaði eftir framsögn hans. (Að Dr.
Johnson lá í rúmi sínu, þegar hann vann þetta verk, varðar
ekki Brand biskup.) Eða fór Brandur einhvern meðalveg?
Fór hann að líkt og Lárentius biskup: „Eptir máltíðina dag-
liga reikaði hann fyrst; fór hann þá í sitt studium, ok stúdér-
aði hann í bókum; skrifaði hann upp á vaxspjald, nótérandi
þat, sem hann vildi hafa sérliga ór bókum, ok þar eptir skrif-
aði Einarr djákni upp í kváterni eðr bók, svá at biskupinum
var tiltæk, nær hann vildi á líta ok þat frammi hafa.“2)
Skrifaði Brandur, ef gert er ráð fyrir, að hann hafi snúið
Alexanderssögu, nokkurn tíma hreinskrift af þýðingu sinni?
Ef hann naut aðstoðar skrifara: var það Norðmaður eða Is-
lendingur eða hvorttveggja? Og ef hann vann að beiðni kon-
ungs: mundi ekki konungur vilja styðja hann í verkinu, fá
honum skrifara, ef með þurfi, og fljótlega láta einhvern sinna
manna skrifa þýðinguna upp?
Hér er því margra kosta völ, og kynni að vefjast fyrir nú-
tímamönnum að ráða fram úr því, hvernig þetta var í raun
og veru. Eitt er víst: Þó að Brandur hefði snúið Alexanders-
sögu, er hæpið, að hann hefði sjálfur skrifað svo gizka mikið
af þeirri þýðingu sinni.
7. O.W. drepur á það í sinni grein, hve algeng séu stuðl-
uð orðasambönd í Alexanderssögu. Ef til vill er ástæða til að
minnast ögn nánar á það.
0 Sjá D. A. Seip: Om et norsk skriftlig grunnlag for Eddadiktningen.
Oslo 1957, 117. bls.
2) Bisk. I 848.