Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 55
Skímir
Jón Sigurðsson
53
þeim til fullnustu, hvað þá Danir. Því miður tókst svo illa til,
að hinn Islendingurinn í nefndinni, Oddgeir Stephensen, sá
ekki ástæðu til að fylgja honum, enda ekki róttækur maður,
og veikti það, að sjálfsögðu, nokkuð málstað Jóns. Grund-
vallarsjónarmið Jóns kemur bezt fram i bréfi nefndarinnar
til stjórnarinnar og skal því tilfærður hér lítill kafli orðréttur:
„(Jón) Sigurðsson byggir skoðun sína um stöðu íslands á
sögulegri rannsókn um stöðu þess í ríkinu frá þeim tíma, er
landsmenn gerðu sáttmála við Noregskonung árið 1262. Eftir
hans skoðun á stöðu landsins álítur hann, að þegar fjárhag-
urinn sé aðskilinn, þá eigi að greiða Islandi sem eign þess
svo mikið fé, sem samsvari hinu sanna verði þeirra eigna, er
Island hefir átt, en fargað hefir verið og andvirði þeirra
runnið inn í ríkissjóðinn, svo og ákveðið fé í notum verzl-
unareinokunar, er átt hefir sér stað á Islandi, og skuli það fé
reiknað sem nokkur hluti af hreinum ávinningi af verzlun-
inni.“ Hér átti Jón við andvirði seldra konungsjarða og jarða
biskupsstólanna ásamt vöxtum, og með þeirri viðbót, sem bæt-
ur fyrir tjón af einokunarverzluninni fólu í sér, varð niður-
staða hans sú, að hann taldi Islendingum bera við fjárhags-
aðskilnað höfuðstól að ársafgjaldi tæpl. 120.000 rd., en þar
af gengju síðan 20.000 rd. upp í framlag landsins til sam-
eiginlegra ríkisþarfa. Hinir nefndarmennirnir litu aftur á
móti svo á, að einungis ætti að byggja á því ástandi, sem þá
var ríkjandi, enda telja þeir þá leið ekki færa að gera upp í
heild fjárhagsskiptin frá fyrri tímum. Fá þeir út, að Islend-
ingar skuli hljóta 29.500 rd. árlega, en aukatillag 12.500 rd.
um 10 ára bil, sem minnki um 500 rd. eftir það og verði
lokið eftir 35 ár.
Sjá má, að mikið bar í milli og Jón Sigurðsson sem áður
kröfuharður fyrir þjóð sína. Þótt e. t. v. kynni að orka tví-
mælis um nákvæmni fjárupphæðar hans, einkum með tilliti
til einokunarverzlunarinnar, þá varð ekki móti því borið,
að kröfur hans hvíldu óhagganlega á sögulegum forsendum
og réttlátu mati á þeim gríðarlega skaða, er Island hafði orð-
ið fyrir í viðskiptum sínum við yfirdrottnara sína. — Hins
vegar vannst mikið á i nefndinni að því leyti, að hún lét