Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 270
268
Ritfregnir
Skímir
myiidir o. s. frv. Báðar orðmyndir eru viðtengingarháttur, enda enginn
framsöguháttur til af sögninni í þátíð. Flt. vth. þt. af fá er talin fengum,
fenguS, fengu (bls. 22) í stað fengjum, fengjuS, fengju. Á bls. 21—24 er
sýnd beyging nokkurra sagna í nt. frh. og vth. og þt. frh. og vth. Eins og
kunnugt er, er algengast í nútimamáli, að 3. p. flt. þt. vth. endi á -u, en
þó skýtur eldri endingin (-i) ósjaldan upp kollinum. 1 bók sem þessari
hefði verið eðlilegast að tilgreina -u sem aðalendingu, en geta í athuga-
semd eldri endingarinnar. Þetta er þó ekki gert í bókinni, heldur er hér
allt í graut. Aðeins um eina sögn er getið tveggja endinga (munu, 3. p.
flt. þt. vth. myndu (-i)). Meirihluti sagnanna er látinn hafa endinguna -u.
Þessar sagnir eru hins vegar aðeins tilgreindar með endingunni -i: þurfa
(þyrfti), unna (ynni), kunna (kynrú), muna (myndi). Af þessu getur
lesandi, sem ófróður er um islenzka beygingafræði, ekki dregið aðra álykt-
un en þá, að þessar fjórar sagnir séu frábrugðnar hinum að þessu leyti.
Orðið einn er í þf. et. kvk. einrta á bls. 59, og ef. flt. kk. af annar er ann-
arrar á bls. 61. f orðaupptalningum til leiðbeiningar um beygingu er þess
yfirleitt ekki getið, ef orð eru aðeins til í et. T. d. eru á bls. 119 talin
nokkur orð, sem beygist eins og hamar, m. a. aldur, árangur (til í flt.
í máli iþróttamanna), mokstur og staðaldur, sem raunar er aðeins notað
í sérstökum samböndum (t. a. að staSaldri). Bæði Bjöm Halldórsson (II,
324) og Blöndal telja orðið hvorugkennt, og Blöndal tilgreinir dæmi þess
úr riti eftir Þorgils Gjallanda. Úr orðasafninu, sem er aftast i bókinni,
skulu nefnd örfá dæmi: dóttir (dóltir, dœtur) (bls. 162), hringur (-s,ar)
(bls. 171) (þetta er vitanlega ekki skakkt, en algengari er nú flt. hringir),
ná (næ and nái) (bls. 177). Nt. nái tíðkast nú vart nema í málshættin-
um gott er, á meSan gó<5u náir, svo að óþarft hefði verið að geta hennar
nema til skýringar á honum. Úmislegt fleira af þessu tæi mætti nefna,
en hér skal staðar numið með það.
Alvarlegasta skekkjan í beygingafræði bókar varðar þó myndun boð-
háttar. Á bls. 41 segir, að boðháttur sagnarinnar bjóSa sé í et. býS, í flt.
buSuS, á sömu bls. er bh. flt. af bresta brustuS, á bls. 42 er bh. flt. af bera
beruS og bh. et. af taka 'tek. Þessar skekkjur eru því undarlegri sem regl-
an um mýndun boðháttar eintölu stérkra sagna er réttilega skýrð á bls. 40.
Um setningafrœSilegar reglur bókarinnar skal ég vera fáorður. Þær
orka margar hverjar tvímælis, en eru flestar hvorki verri né betri en í
öðrúm sambærilegum bókum. Höfundur verður t. d. ekki sakaður um þáð
kerfi, sem notað hefur verið og notað er til þess að lýsa samsettum tíðum.
En hann beitir þessu kerfi af eins mikilli óvarkámi og þeir, sem áður
hafa fremst komizt í þeim efnum. Hann tekur t. d. orðasambandið vera
farinn og beygir það eftir hinum hefðbundnu tíðum. Við skulum láta
liggja milli hluta, hvort ég et farinn er talið nt. eða nlt. og ég var farinn
þt. eða þlt. Þetta atriði skiptir minna máli í þessú sambandi. En um hitt
tel ég, að allir, sem hugsa um málfræðileg efni af alvöru, ættu að geta
orðið sammála, að sambandið ég hefi veriS farinn er ekki tíð í venjuleg-