Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 234
232
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
Halldórsson hefði verið hér andmælandi, hýst ég við, að hann
hefði ekki talið síður ástæðu til að hafa hér safn orðtækja- en
málsháttadæma. — Þar sem fornmálsáhrif eru berlegust á
ljóðaþýðingarnar, hefði oftar mátt greina, hvað í gríska frum-
textanum stendur (en praeses viðurkennir, að hann „leiði það
atriði . . . að mestu hjá“ sér (222), af því að áður sé lýst af-
stöðu ljóðaþýðingar til frumtextans). Þegar Sveinhjörn hefur
þýtt einhvern stað frumtextans með tvennu eða mörgu móti,
hefði jafnan þurft mat á þvi, hvort réttara sé eða betur fari
(284). —
Hins vegar er það vel þegið, þegar praeses rekur eitt dæmi
samstætt frá frumtexta til lausamáls- og ljóðaþýðingar (295
—297: Fuglar, gróður, véSur o. fl.). Eins er kærkomið dæmi
(úr Od. XX 376, hér 302) af frumtexta og þýðingu hans á
ýmsar erlendar tungur, stundum heldur lágkúrulegri, með
samanburði á þýðingu Sveinbjarnar, sem af ber: „Enginn
maður er ógestsælli en þú.“ Við hefðum viljað meira af slíku
tagi. En játa skal, að það hefði mátt æra óstöðugan. Og betra
er en ganga ofmettur frá borðum að hafa að lokaorðum:
Mættum við fá meira að heyra.
#
Annars getur praeses lengstum svarað því til, að þetta eða
hitt, sem ég hef saknað, liggi fyrir utan efnistakmörkin, þar
sem hann hefur hvergi dregið útlínurnar. Þeirra saknaði ég
mest við upphaf ritgerðar, sem áður getur. En í ritgerðarlok
sakna ég skráa. Þær eru þar engar. Er það mikill ljóður á
bókinni. En þær hefðu helzt átt að vera þar að minnsta kosti
ferns konar: 1) Skrá um skammstafanir (einkum varðandi
handrituð orðasöfn Sveinbjamar í Lbs. og fommálsáhrif,
raunar sömu og í Lex. poet., sem er þó ekki í allra höndum),
2) skrá um þá staði í Hómerskviðum, sem hér er sérstaklega
um fjallað eða em ritskýrðir, og hvar þá sé að finna í ritinu,
— en þó um fram allt: 3) (manna)nafnaskrá og 4) heim-
ildaskrá. Það er alkunna, hve rækilegar og vandaðar skrár
auka á notagildi bóka. En það er tafsamt að taka þær saman.