Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 23
Skímir
Jón Sigurðsson
21
rutt sér til forystu í stjórnmálalífi Islendinga, svo að ekki fór
milli mála. Hóf hann nú í tímaritsgreinum sínum að vekja
landsmenn til meðvitundar um mátt þjóðarinnar, og hann
mótar stefnuna á grundvelli þeim, sem lagður var með boð-
skap hins nýja konungs Kristjáns 8. frá 20. maí 1840.
En þar hafði óskum Islendinga um innlent þing miðað svo
áleiðis, að 1837 höfðu Sunnlendingar sent ávarp með óskum
þar að lútandi. Svo heppilega vildi til, að fulltrúar konungs
á íslandi skynjuðu réttmæti þeirra óska. Um hríð varð lausn-
in sú, að stofnuð var innlend embættismannanefnd, sem kall-
ast mátti talsverður áfangi á þessari leið, og kom hún fljót-
lega á framfæri ósk um, að gengið yrði feti framar. Þar ráku
Islendingar í Höfn vel á eftir, jafnskjótt og Kristján 8. tók
við ríkjum. Niðurstaðan varð fyrrnefndur boðskapur vorið
1840, þar sem góðvilji hins nýja konungs í garð fslendinga
varð tillögum stjórnardeildanna yfirsterkari. Nú var emb-
ættismannanefndinni falið að ráðgast um það, hvort ekki
skyldi komið ráðgjafarþingi á fót á fslandi, það nefnast Al-
þingi og háð á Þingvöllum sem að fornu. Hér hafði Jón Sig-
urðsson nú fasta undirstöðu við að styðjast, og hann brá
skjótt við og samdi langa ritgerð í 1. árgang Nýrra félagsrita
1841, er bar heitið „Um Alþing á íslandi“. Er það fyrsta
grundvallarritgerð hans um íslenzk stjómmál og varð glæsi-
legt upphaf að löngum ferli hans sem stjómmálarithöfundar.
í þessari merku og löngu ritsmíð leggur hann meginþunga á
það að fræða landa sína um þjóðmál almennt og sannfæra
þá um nauðsyn fulltrúaþings, enn fremur á hvem hátt skipu-
lagi þess skuli háttað í aðalatriðum, ef það eigi að koma lands-
mönnum að fullum notum. f lengsta kafla ritgerðarinnar
færir hann í ýtarlegu máli fram helztu röksemdir fyrir nauð-
syn sérstaks fulltrúaþings á íslandi. í ritgerðinni er af mörgu
að taka, en hér skal aðeins stiklað á stóm og gefnar nokkrar
bendingar um kjama málsins. Athyglisvert er sér í lagi,
hverja mynd Jón sá í hillingum á þessum tíma sem rökrétta
afleiðingu þess, að Alþingi yrði stofnsett í landinu. Það var
beinlínis lausn annarra „stjórnarannmarka“, er hann nefnir
svo, sem af sér gæti leitt til „landstjómar í landinu sjálfu,