Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 263
Skímir
Ritfregnir
261
Arngrimsson (d. í síðasta lagi 1494) ætti þá að vera bréfritarinn, ef þessi
tilgáta væri rétt, en eigandinn, maður Oddnýjar, Þórarinn Steindórsson
í Bólstaðarhlíð. Enn fremur hefur höf. borið saman rithönd bréfsins við
rithendur skjala frá 1450—1525 og telur sig hafa fundið höndina á bréfi
rituðu af ókunnum ritara að Hofi í Vatnsdal 17. maí 1494. Þetta hyggur
höf. benda til þess, að Eggertsbók hafi verið rituð á Norðurlandi. Vill
hann hugsa sér, að bókin hafi lent í höndum eins mesta höfðingja á Norð-
urlandi um þessar mundir, Jóns lögmanns Sigmundarsonar, hann hafi
gefið hana vini sínum, Birni Guðnasyni i ögri, en síðan hafi Eggert Hann-
esson fengið hana í arf frá móður sinni, Guðrúnu, dóttur Bjarnar í ögri.
Þótt höf. hljóti að skilja við þessar athuganir með spumingarmerki, eru
þær þó góðra gjalda verðar, þar sem ekki verður annað sagt en honum
hafi tekizt að leiða nokkrar líkur að þvi, að Eggertsbók, sem geymir m. a.
aðaltexta Gísla sögu og Harðar sögu, hafi verið rituð á Norðurlandi (og
þá sennilega í Húnaþingi).
í meginhluta inngangsins birtir höf. niðurstöður rannsóknar sinnar á
stafagerð og stafsetningu Eggertsbókar og dregur lærdóma af stafsetning-
unni um hljóðbreytingar á þessum tíma. Þama er að finna rækilega
greinargerð og staðtölur um ýmis leturfræði- og stafsetningarfyrirbæri,
og segir höf., að þessum athugunum sé ætlað að vera liður í víðtækari
handritarannsóknum, sem verða mættu grundvöllur nákvæmrar þekkingar
á íslenzkum málbreytingum á miðöld. Enginn efi er á því, að brýn þörf
er á skipulegum rannsóknum af þessu tagi, því að enn vantar mikið á,
að þekking á aldri og þróun íslenzkra málbreytinga sé viðhlítandi, eins og
öllum þeim er kunnugt, sem fengizt hafa við útgáfu íslenzkra fornrita.
1 sérstökum kafla víkur höf. að bókmenntasögulegum vandamálum í
Harðar sögu, en gerir því efni litil skil, enda er ritinu ætlað annað höfuð-
hlutverk. Um hinar tvær gerðir sögunnar er höf. þeirrar skoðunar, að
þær séu mnnar frá eldri gerð, sem eflaust hafi verið lengd í Eggerts-
bókartexta og ef til vill stytt í Vatnshyrnutexta. Síðan varpar höf. fram
þeirri tilgátu, að lengri gerð sögunnar hafi verið sett saman í námunda
við Jón Hákonarson í Viðidalstungu, sem lét rita Vatnshymu og Flateyjar-
bók, og lætur sér koma til hugar, að þar hafi verið að verki séra Einar
Hafliðason á Breiðabólstað í Vesturhópi. Ekki fer höf. þó lengra út í þessa
sálma nieð samanburði við kunn rit séra Einars, Lárentíus sögu og Lög-
mannsannál.
Stafréttri textaútgáfu Harðar sögu í síðara hluta bindisins er að sögn
höf. ætlað að leysa af hólmi útgáfu Jóns Sigurðssonar í Islendinga sög-
um II, Khöfn 1847. Útgáfa Sture Hasts virðist vera forkunn.arvönduð.
Á nokkmm stöðum hefur honum tekizt að lesa betur en Jóni Sigurðssyni,
og var þó útgáfa Jóns mætavel úr garði gerð, eins og kunnugt er. Við
útgáfuna hafa leturfræðirannsóknir höf. komið að gagni, og skal hér
nefnt dæmi um það, hvert lið getur orðið að slíkinn rannsóknum. 1 13.
kap. sögunnar segir frá því, að þeir Hörður hafi fengið skemmuvist hjá