Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 122
120
Árni Björnsson
Skírnir
anlands, og hún hefur það sér til styrktar að geta að dæmi
Snorra Sturlusonar stuðzt við „forn kvæði eða söguljóð“,
nefnilega þuluna
Jólasveinar einn og átta
ofan koma af fjöllunum o. s. frv.
og hina, er svo hljóðar:
Upp á stól
stendur mín kanna,
niu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
(Joleband 59, Allrahanda 19).
Lárus Sigurbjörnsson hefur sett fram þá tilgátu, að „jólasvein-
ar einn og átta“ merki bókstaflega einn og átta =18, „eins
og börn lesa úr tölunni 18, meðan þau þekkja tölustafina, en
vita ekkert um talnagildi.“ Setur hann þetta í samband við
hinn barngóða dýrling, heilagan Nikulás (St. Claus), sem nú
er þekktastur jólasveinn í heimi, en messudagur hans er 6. des-
ember. Eru 18 dagar frá 6. desember til jóla, og ættu þeir þá
að hafa komið einn á dag. Síðan fara þeir einn á dag, og hinn
síðasti 11. janúar, sem er lokadagur hins forna jólmánaðar
(Jólablað Fálkans 1957, 15). Ærið þykir mér tilgáta þessi hæp-
in og langsótt. Bæði finnst mér lesturinn á tölunni 18 ólíkleg-
ur, slíkt gerist naumast, nema lesið sé beint af bók, en hitt er
þó hæpnara, að tengja hina gömlu jólasveina við heilagan
Nikulás, þótt hann væri eitt sinn mikils metinn dýrlingur hér,
þar sem engar leifar finnast af dýrkun hans hér sem slíks, svo
sem algengt er víða í Evrópu, er hann á messudegi sínum
kemur í fylgd með engli og púka með hnútasvipu. Loks finn
ég ekki rök til þess, að endir þriðja vetrarmánaðar hafi nauð-
synlega verið 11. janúar, þar sem hann gat verið færanlegur
frá 11.—17. janúar, og þó ekki fyrr en júlíanska tímatalið
hafði verið innleitt á Norðurlöndum með kristni.
Elztu nöfn jólasveinanna, sem þekkt eru, eru þessi: Stekkjar-
staur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir,
Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gátta-
þefur, Ketkrókur, Kertasníkir. En fleiri nöfn eru til á jóla-
sveinum, hvort sem það merkir, að þeir gangi undir mismun-