Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 58
56
Einar Laxness
Skímir
það sama enn um hríð. Nokkurra ára barátta fyrir vísi inn-
lendrar landstjórnar var enn framundan. Það voru all-erfið
ár blandin vonbrigðum og svartsýni fyrir þá menn, sem gert
höfðu sér glæstar vonir um hagstæð málalok með hliðsjón
af frumv. stjómarinnar 1867. Fyrsti afturkippurinn hirtist
með tillögum Dana 1869, en í kjölfarið tók stjórnin að beita
nýjum aðferðum til að knýja vilja sinn fram, þvert ofan í
vilja íslenzku þjóðarinnar. Valdboðin með setningu hinna
illræmdu „stöðulaga11 1871 og síðan setning landshöfðingja-
dæmisins 1872 sýndu, að harka færðist í leikinn. Eins og
stöðulögin, — lög um gmndvallaratriði sambands fslands og
Danmerkur, — vom tilkomin, var ekki um það að ræða, að
íslendingar gætu viðurkennt þau. Jón Sigurðsson setti skýrt
fram af sinni hálfu, hvernig líta bæri á lögin, í ritgerð í Nýj-
um félagsritum 1871. Kallaði hann þau einber „yfirlýsingar-
lög“, sem bæri að skoða sem „tilboð í lagamynd“ frá stjórn-
inni. Réttargrundvöllur þeirra væri enginn, því að annar
grundvöllur væri ekki til en sá, sem hvíldi á þjóðréttindum
landsins Ritgerð Jóns var löng og ýtarleg að vanda, og þar
var fjallað um hverja grein laganna fyrir sig. f lok hennar
birtir hann stefnuskrá sína og túlkar þar vel ríkjandi eigin-
leika sína, þrautseigju og bjartsýni, sem komu sér vel á þess-
um viðsjárverðu tímum íslenzkrar þjóðfrelsisbaráttu. Lýsir
það sér vel m. a. í þessum orðum: „En þó að nú ekki gangi
saman í þetta sinn, þá ættu menn ekki að taka sér það svo
fjarska nærri eða leggja árar í bát þar fyrir, nú heldur en
fyrr, því að nú er minnst ástæða til þess eftir því sem nokk-
urn tíma hefir verið. Vér eigum miklu framar að halda nú
sem fastast saman og halda sem fastast fram réttindum vor-
um og gagni lands vors; vér eigum að fylgja því sem fastast
að fá þá eina kosna til þings, sem vilja fylgja landsréttind-
um vorum hviklaust, hvað sem á bjátar----------.“
í öðrum málum hafði hann ákveðnar tillögur á takteinum,
er landsmönnum beri að framfylgja. Er hann hafði vikið að
verzlunarmálinu í því samhandi, nefndi hann „alls konar
jarðabætur og samkomur í þvi skyni, bændaskólar, sjómanna-
skólar og allt hvað framtak og framfarir snertir í allri kennslu