Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 131
EJNAR BJARNASON:
UM ÍSLENZKA ÆTTFRÆÐI OG SÝNISHORN
AF ÆTTARANNSÓKNUM EFTIR
FORNBRÉFUM.
Fyrir fáum árum var ég á Landsbókasafninu viS prófarka-
lestur með öðrum manni. 1 hléi á lestrinum spjölluðum við um
einhverjar ættfærslur. Maður nokkur, sem ég þekkti ekki þá,
stóð skammt frá og leit í bók, en sagði allt í einu: „íslenzk ætt-
fræði, er ekki til“. Okkur setti hljóða, en maðurinn gekk út úr
herberginu, og varð ekkert af orðaskiptum.
Mér urðu þessi orð hugstæð, og ég varð þeim strax samþykk-
ur, sem þau sagði. Hann hefur einnig eflaust vitað vel, hvað
hann var að fara.
Það getur varla heitið, að íslenzk ættfræði sé til sem raun-
hæf fræði. Hún hefur síðustu hálfa aðra öld verið fremur
leikfang en alvarlegt viðfangsefni, eins konar gestaþraut, og
hún er mjög mörgum, sem við hana fást, enn leikfang, menn
leita að forfeðrum, ekki að forfeðrunum.
Þessi fræði eru einnig með öðru marki brennd. Menn eru
svo einkar trúaðir á það, að allt, sem á prent hefur verið sett
af niðjatölum og ættatölum, sé óyggjandi, og virðist mér þetta
vera fremur svo um þessi fræði en flest önnur. Skýringin er
væntanlega sú, að hér þarf öllu að treysta. Ef einn hlekkur
brestur, fellur allt frá, sem á honum hvílir. Lesandinn, sem
ekki kann að gagnrýna þau fræði, sem fyrir hann eru lögð,
verður að sætta sig við að treysta þeim blint, annars veit hann
ekki, hvort hann má nokkru af þeim treysta. Af því að við-
brögð lesandans verða að jafnaði þessi, kann að spretta kæru-
leysi manna fyrir því að birta á prenti ýmislegt, sem ekki
hefur verið vandað til, og nú er raunalega mikið af skekkjum
í því, sem prentað hefur verið af niðjatölum og annarri ætt-
fræði.
9