Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 126
124
Árni Björnsson
Skírnir
nóttum fyrir jól eða á Þorláksmessu. Sums staðar hefur það og
verið trú á Norðurlandi, að þeir kæmu af hafi í byrjun jóla-
föstu, en færu burt á aðfangadag eða þrettánda. Er þetta auð-
sjáanlega fyrirspá um veðráttufar, og gerir þá jafnan norðan-
átt með jólaföstu, en vindur stendur af landi daginn, sem þeir
fara (Isl. þh. 207, J. Á. II 570, Jul II 52).
Jólasveinarnir eiga margt frændfólk í nálægum löndum,
einkum Noregi. Er yfirleitt um að ræða flokk vætta, sem ferð-
ast um byggðir fyrir eða um jól, oft ríðandi í loftinu. Gerir
söfnuður þessi einatt ýmsar skráveifur, stelur mat og víni, jafn-
vel börnum og fullorðnu fólki. Sleppi einhver lífs frá þeim, er
hann venjulega vitstola. I Þýzkalandi heitir þetta oftast „her
Óðins“ (Wuotansheer), í Danmörku „Den vilde Jagt“, en í
Noregi Oskoreien (Aasgaardsreien), Julereien og fleiri nöfn-
um. Minnir þetta oft meira á álfana okkar og álfareið heldur
en jólasveinana, en yfirleitt er miklu meiri tign og virðuleiki
yfir íslenzku álfunum en þessu ferðafólki.
I Noregi eru þó sums staðar náungar, sem líkjast okkar jóla-
sveinum og hafa sérnöfn. I Sunnfjord eru þeir 5 saman á ferð
um jólin og elta þá, sem hegða sér illa. Þeir heita: Pátak, Stikk,
Bitt, Ber og Kast. Pátak tók hina óþekku, Stikk stakk þeim í
poka, Bitt beit þá, Ber barði þá og Kast kastaði þeim í ána. í
Sparbu er einkum talað um fjóra jólasveina, sem koma einn á
hverjum degi frá Þorláksmessu til annars í jólum. Heita þeir
Gudmund Gardstaur, Jers Spela, Tosten Tisöyn og Hagemann
Hukkudala (Joleband 56—57). Annars er orðið jolesvein í
norsku miklu víðtækara að merkingu en jólasveinn á íslenzku,
og má næstum nota það um allan þann vættafjölda, sem er á
ferð um jólin, en þar má og segja, að sé sinn siður í hverju
héraði. En öllu þessu hyski er það sameiginlegt að vilja fá hlut-
deild sína í jólamatnum og víninu.
Knut Liestöl hefur haldið því fram, að jólasveinarnir væru
upphaflega sálir framliðinna, sem kæmu að vitja síns gamla
heimilis um jólin (Festskr. 199). Nils Lid hefur þótzt sjá í
þeim leifar ýmissa gamalla frjósemisgoða, sem heimti sínar
gömlu fórnir og engar refjar, og hefur skrifað um þetta atriði
mikil rit (sjá t. d. Jolesveinar 120 o. áfr., 155). Hvað sem um