Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 264
262
Ritfregnir
Skímir
Haraldi konungi gráfeld með „ú giigi“ Brynjólfs (75v5). Orðið innan til-
vitnunarmerkja hafa fyrri útgefendur lesið umgengi (hvorugkynsorð i
merkingunni meðalganga). Samkvæmt athugunum Sture Hasts á texta
Eggertsbókar táknar nefhljóðsmerkið í sögninni að ganga og afleiddum
myndum hennar a, ef það stendur yfir n (25 dæmi), en ei, ef það stend-
ur yfir undanfarandi g (8 dæmi). Þar af leiðir, að á fyrrgreindum stað
ber að lesa umgangi. Er sá lesháttur einnig fyrir þær sakir eðlilegur, að
orðið umgangr er þekkt í sömu merkingu í öðrum ritum, m. a. Grettis
sögu. Hins vegar kann Fritzner ekki að greina fleiri dæmi um orðið um-
gengi en þennan stað í Harðar sögu, og mun það því ekki eiga þegnrétt
í fommálsorðabókum. Fáeinar villur er mér kunnugt um í texta Sture
Hasts, svo sem mun, les: man (72r6), sbr. 43. bls., þar sem segir, að n milli
lina tákni an í 166 dæmum, en un i þessu eina dæmi; getz't, les: getaZ
(79v21); Geirs\\io\mur, les: GezVjholmzzr (81v9-10); nóckzzr, ranglega leið-
rétt í nðckzzt neðan máls (82r35); þat fell þáá, hæpin leiðrétting neðan
máls (87r26). Skylt er að geta þess, að skekkjur þessar og örfáar aðrar hafa
fundizt við vandlegan samanburð á texta Sture Hasts og Eggertsbókar.
í öðm bindi rits síns tekur Sture Hast fyrir pappirshandrit Harðar
sögu, um 40 að tölu. Niðurstaða hans um þau er hin sama og Jón Sig-
urðsson hafði komizt að í útgáfu sinni 1847, að pappirshandritin eigi öll
rætur að rekja til Eggertsbókar og hafi því ekkert sjálfstætt gildi. 1 þessu
bindi glimir höf. við þurrt viðfangsefni af virðingarverðri eljusemi, en
ekki er óeðlilegt, að svo timafrek athugun veki þá spurningu, hversu langt
sé yfirleitt vert að ganga í rannsóknum slikra pappírshandrita með til-
heyrandi birtingu athugananna, eftir að fullséð er, að handritin eru
einskis nýt við útgáfu rits. Raunar er þess að geta, að höf. reynir að veita
rannsóknum sínum gildi með því að draga nokkra almenna lærdóma af
þeim um eftirritun Islendinga á síðari öldum. Telur hann, að eftirritun
Harðar sögu á pappír hafi byrjað 1620—30, náð hámarki 1630—70 og
verið þó haldið áfram allt til 1886. Flest handritin hafi verið skrifuð á
Suður- og Vesturlandi. Beztu eftirritin telur hann hafa verið gez-ð um
miðja 17. öld á Islandi, en síðar í Kaupmannahöfn. Presta telur höf. hafa
átt mestan þátt í ritun pappírshandrita og hafi Brynjólfur biskup Sveins-
son verið höfuðhvatamaður þessarar iðju.
Þórhallur Vilmundarson.
Seven Icelandic Short Stories. Edited by Ásgeir Pétursson and
Steingrímur J. Þorsteinsson. Reykjavik. The Ministry of Education 1960.
Á bakhlið titilsíðu þessarar bókar segir, að hún sé út gefin að tilstuðlan
Evrópuráðsins og hafi útgáfan notið styrks frá því. Hún er hin fjórða í
flokki þýddra bóka, sem Evrópuráðið hefir stuðlað að útkomu á í því
skyni að gera eintyngdum stórþjóðamönnum kleift að lesa úrvalsrit, sem
samin eru á málum, er fáir hafa á valdi sínu.
I bók þessari birtast enskar þýðingar á sjö íslenzkum smásögum, einni