Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 142
140
Einar Bjarnason
Skímir
hafi verið að reyna að gera sér grein fyrir ættarsambandinu
milli konu Finns Gamlasonar og séra Magnúsar Böðvarssonar.
Eins og ættartalan er prentuð, virðist Árni telja konu Finns
Gamlasonar hafa verið systur séra Sveins, séra Magnúsar, séra
Flalls og Þóru, en nafnið á konu Finns hefur hann ekki þekkt.
Sennilegast er, að Árni hafi skrifað á snepilinn lauslega tilgátu
um ætt konu Finns, en tilgátan er röng, svo sem sagt hefur
verið. 1 nafnaskránni við Bréfabækurnar er farið villigötur.
Finnur Gamlason eða kona hans áttu að vísu Yztamó í Fljótum,
en engar heimildir eru fyrir því, að þau hafi búið þar, Rann-
veig móðir séra Sveins Magnússonar er í nafnaskránni talin
Böðvarsdóttir, en engar heimildir eru fyrir því, og ályktunin
um það, að kona Finns Gamlasonar hafi verið systurdóttir
Rannveigar konu Magnúsar Þorvaldssonar, er alveg út í hött.
tJrskurður Rafns lögmanns veitir skýringu á vitnisburðinum
frá 30. ágúst 1417 um kaupin á Laugalandi. Erfingjar Margrét-
ar Þorvaldsdóttur hafa sjálfsagt ekki unað því vel að missa
Barð, og þeim hefur þótt tryggara að afla sér vitnisburða um
heimildir fyrir jarðeignum þeim, sem kynnu að verða brigð-
aðar, þótt langt væri síðan arfurinn féll.
Tveimur dögum eftir að úrskurðurinn féll, 24. júní 1417,
seldi séra Magnús Böðvarsson Brandi bónda Halldórssyni
kaupahlutinn í Barði ásamt Hóli og Akri í Fljótum.1) Brand-
ur átti Rögnu dóttur Rafns lögmanns. Ekki er víst, að tengd-
irnar við Rafn lögmann hafi þegar verið bundnar, þegar hér
var komið sögu, en líklegt er, að svo hafi verið, og a. m. k.
hafa þær ekki orðið löngu síðar. Ef tengdirnar hafa þegar verið
orðnar eða ráðgerðar, má ætla, að vaknað hafi grunur um, að
undirmál hafi verið með þeim lögmanni og séra Magnúsi.
Brandur þessi Halldórsson er vafalaust sá, sem 11. maí 1414
á ökrum í Skagafirði, vottar, að hann hafi verið í Hvalsey á
Grænlandi 16. september 1408 í brúðkaupi Þorsteins Ólafs-
sonar, síðar lögmanns, og Sigriðar Björnsdóttur.2) Hann mun
því varla vera fæddur löngu eftir 1380, og e. t. v. hefur hann
verið í förum framan af ævinni. Brandur er í ættartölum tal-
1) D.I. IX, bls. 8—9.
2) D.I. III, bls. 756.