Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 285
Skírnir
Ritfregnir
283
Indverjar eru og á þessu skáldaþingi og virðast fám eða engum að
baki standa. Lengsti og lærdómsríkasti kaflinn eru þó ljóð frá Kína, öll
eldri en ritöld íslands. í þeim speglast fágað og fjölbreytt þjóðlíf, harla
ólikt voru að ytri blæbrigðum. En þrá fólksins þar og þá, söknuður, von-
ir, sorg og draumar: allt var það undir niðri svipað því, sem gerist hér
enn í dag. Hvað segja menn t. d. um þessa játningu skáldsins Lí Po, sem
flýði mannabyggð til fjalla fyrir meir en 1200 árum? Minnir hún ekki
á viðbrögð borgarbúans á Vesturlöndum, sem lætur heillast af kyrrð
öræfaauðnar og flýr í hennar faðm:
Þú spurðir mig, hví ég hefðist við
á heiðum uppi. Ég hló,
en svaraði fáu. Svo fyllti ég brjóstið
af frelsi og ró.
Framhjá mér liður á lækjar-straumi
litfagur blóma-sveimur.
Já, veröld min er svo miklu betri
en mannanna heimur.
Bókin endar á tveim Ijóðum frá Japan. Það síðara er lofgerð um HiS
helga Fúdjí-fjall, þakið nýföllnum snjó, ímynd hreinleika, fegurðar og
göfgi.
Yfirleitt gef ég Helga Hálfdanarsyni beztu einkunn fyrir Ijóðaþýð-
ingar hans.
Þóroddur Gudmundsson.
Magnús Ásgeirsson: Kvæðasafn, frumsamið og þýtt, I.—II. Helga-
fell 1957—60. Tómas Guðmundsson sá um útgéfuna.
Margháttuð eru þau áhrif, sem bókmenntaþýðingar geta haft á þjóð-
líf og tungu. Sé lánið með, veita þær frjóvgandi menningarstraumum frá
útlöndum yfir heimalandið og sá i jarðveg þess lærdóms- og listafræjum,
er seinna meir vaxa, blómgast og ilma. Framar öðru stuðla þýðingar að
þróun málsins, hvessa odd þess og eggjar, ef svo mætti segja. Þetta á
jafnt við laust mál sem bundið. Raunar gerir Ijóðformið enn vægðar-
lausari kröfur til þýðandans og heimtar, að hann brýni orðabrand sinn
án afláts, þar sem í hlut hans kemur að gerast miðill hins ósegjanlega
frá einni tungu til annarrar.
Vér íslendingar höfum átt ýmsa afburða ljóðaþýðendur og eigum enn.
Magnús Ásgeirsson var meðal hinna snjöllustu. Hann lézt fyrir nokkr-
um árum á bezta aldri, og var að honum skaði mikill. Lét Magnús eftir
sig nokkur söfn ágætra ljóðaþýðinga, eitt frumsamið kvæðakver og ýmis
ljóð, þýdd og frumort, i timaritum og handriti. Öllu því helzta af þessu
hefur nú verið safnað saman og gefið út í tveim bindum. Er slíkt þakk-
arvert. 1 fyrra bindi þessa Kvæðasafns er eina frumsamda ljóðabók Magn-
úsar, Síðkveld, fáein önnur frumort kvæði hans og I.—IV. bindi Þýddra
ljóða. Annað bindi Kvæðasafnsins hefur að geyma endurprentun V. og