Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 251
Skírnir
Bréf sent Skírni
249
hefði verið kennari frá Háskóla íslands í islenzkum bókmenntum eða
að minnsta kosti einhver þeirra haft próf þaðan í þeim fræðum.
Sagan skýrir að nokkru leyti frá sannsögulegum atriðum. Nokkrir at-
burðanna hafa gerzt, og margar persónanna eru sannsögulegar, svo sem
aðal-söguhetjan Andrés Guðmundsson, bóndi á Felli i Kollafirði; Solveig
Björnsdóttir á Skarði; Solveig Guðmundsdóttir, hálfsystir Andrésar; Bjarni
Þórarinsson, maður Solveigar Guðmundsdóttur (í heimildum kallaður
„góði maður“); Þorleifur Björnsson hirðstjóri; Páll Jónsson á Skarði o.
s. frv. Sannsögulegir atburðir eru t. d. útlegð Guðmundar ríka Arasonar
og deilur Andrésar við Þorleif hirðstjóra Björnsson út af arfi Andrésar
og seta hins síðast nefnda á Reykhólum.
1 upphafi sögunnar er lauslega minnzt á deilur Guðmundar Arasonar
og þeirra Skarðverja, og er látið skína í, að þeir hafi lagzt é móti Guð-
mundi fyrir verzlun hans við Englendinga. Útlegðardómur sá, sem Einar
hirðstjóri Björnsson lét kveða upp yfir honum 1446, var einkum reistur
á yfirgangi Guðmundar við íslenzka menn, t. d. vegna norðurreiðar hans,
er hann rændi Húnvetninga. Andrés settist á Reykhóla veturinn 1482
—83, en ekki var Solveig á Skarði þar hjá honum. Hún er þá þegar gift
Páli Jónssyni. Áður hafði hún búið á Hóli i Bolungarvik og átt nokkur
börn með Jóni Þorlákssyni, ráðsmanni sínum. Frásögnin um ástir henn-
ar og Andrésar hafa ekki við söguleg sannindi að styðjast.
Vitaskuld skiptir þetta engu máli um gildi skáldsögunnar, en marga
lesendur fýsir einnig að vita hið sannsögulega. Heimildir um þessa at-
burði eru mjög magrar. Þeim, sem vildu vita gerr um þetta, skal helzt
bent á ísl. fornbréfasafn og Sýslumannaæfir.
Sagan er skaplegt skáldrit, og þar sem þetta er byrjandaverk höf. á
þessu sviði, verður að telja hana í betra lagi. Þótt margt megi með réttu
að henni finna, er hún ekki viðvaningsleg. Framan af er hún nokkuð
laus í reipum. Það er eins og höf. eigi í basli með að láta þræði sög-
unnar tengjast saman, og sumir kaflar eru dálítið frálausir heildinni. Þó
tekst höf. furðanlega að breiða yfir bláþræðina, sem er list nokkur út af
fyrir sig, þegar á söguna liður, svo að sögusniðið verður fastara, og undir
lokin er nokkur þensla i frásögninni, og reynir höf. að gera lokahnútinn
mjög áhrifamikinn, þótt varla takist eftir öllum tilburðum.
Persónulýsingum er allmjög ábótavant. Engar aðalpersónurnar verða
eftirminnilegar, einmitt þær persónur, sem höf. vill leggja mesta rækt við.
Andrés er auðsæilega eftirlætisgoð höf., en aldrei verður mynd hans
nægilega skýr. Hún verður hálfgerð gljámynd. Solveig á Skarði er eins
og hver önnur blóðrík, skapheit, elskandi kona, lítið meira. Minni háttar
persónur eða aukapersónur eru oft býsna skýrar og skemmtilegar, gerðar
í fám dráttum, t. d. Einar fóstri, greindur og slunginn maður, kryppling-
ur, sem hlotið hefir það hlutskipti að skríða fyrir voldugum höfðingjum
og fylgja þeim, sem bezt má í það og það skiptið; Halldór ábóti á Helga-
felli, matgoggurinn og vínsvelgurinn mikli, sem ber reyndar mikinn