Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 260
258
Ritfregnir
Skimir
skiljast sem gagnrýni á niðurstöðu Ole Widding. Það er mjög mikilsvert,
að allt liggi sem ljósast fyrir gagnvart Nikulés sögunum, því Nikulás saga
Bergs ábóta er tengd Guðmundarsögu hinni yngstu, sem venjulega er
kennd við Arngrim ábóta. Rittengsl á milli eru ærið greinileg, og er það
Nikulás saga, sem miðlar efni til Guðmundar sögu. Það er jafnvel svo, að
mér hefur komið til hugar, að ávítur Guðmundar góða Gunnlaugi munki
til handa sé legenda, mótuð af svipaðri legendu í Nikulás sögu, en frá at-
burði þeim á kór Hólakirkju segir víst aðeins í yngstu sögunni.
f sambandi við aflátsbænina í 696 hefði gjaman mátt minnast þess,
að Alexander VI. Borgia var páfi 1492—1503. Sjálfum mér hefur virzt
þessi bæn hafa verið rituð á fyrstu tugum 16. aldar, er ég skrifaði hana upp
fyrir allmörgum ámm. Enn fremur mætti geta þess, að hún er prentuð
í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, en hræmulega illa lesin þar.
Það kemur engum á óvart, þótt endurskoða þurfi ýmislegt í sambandi
við lögbækumar fornu, en þegar gert er ráð fyrir á bls. 75, að einhverju
hafi þurft að breyta í kristinréttartextanum í Konungsbók og því 13 fyrstu
blöðin verið skrifuð upp aftur, þá virðist mér einfaldara að ætla, að týnzt
hafi framan af bókinni og það tjón svo verið bætt. I sambandi við Magnús-
messu, sem Guðbrandur Jónsson byggði á sína skoðun m. a., mætti nefna
atriði úr Rannveigarleiðslu, er hún hét m. a. é Magnús jarl inn helga
og Hallvarð, „því at menn hétu þá mjök á þá hér á landi“. Enn fremur
kemur Magnúsmessa fyrir jól fyrir sem dagsetning í Sturlungu. Fram hjá
alþingissamþykktinni 1326 er þó erfitt að ganga. Undarlega seint er þó
sá messudagur ger að festum fori, þegar þess er gætt, að árið 1298 kom
af helgum dómi Magnúss jarls i Skálholt. Til viðbótar því, sem segir á
bls. 66 um gildistíma kristins réttar foma, má bæta því við, að eðlilegt
mark er að visu 1275, sé Konungsbók sunnlenzk að uppruna, en það er
víst ekki vitað. Þekking á forna réttinum var þó lifandi i Hólastifti alla
tíð og myndaði undirstöðu í átökum við biskupsvaldið, t. d. í deilunum
um gistingarskyldu á hálfkirkjum um 1480, sbr. t. d. DI VI 458 nn.
Þessi smáverk þeirra félaganna í Höfn eru þegin með ánægju. Þó hef
ég orðið var við, að menn hafi misskilið að einhverju leyti framsetning-
una á bls. 34—6.
Magnús Már Lárusson.
Riddarasögur I, Dínus saga drambláta. Jónas Kristjánsson bjó til
prentunar. Reykjavík. Háskóli Islands, 1960. lxiv-þ 152 bls.
Með þessu bindi er hafin ný útgáfa riddarasagna, en þar er af miklu
efni að taka. En seinlegt og kostnaðarsamt mun það verða að koma öllu
því efni á prent, eigi að viðhafa jafnsamvizkusamleg vinnubrögð og Jónas
Kristjánsson, skjalavörður, beitir við þessa útgáfu, sem þó er sjálfsagt.
Jónas hefur lagt mikla alúð við verk sitt, og er vel frá öllu gengið. Þó virð-
ist þeim, er ritar, að sumt hefði mátt vera öllu ýtarlegra. Að svo er ekki,
má fremur telja til yfirsjónar útgáfunefndar en Jónasar. Það hefði verið