Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 187
Skírnir
Lok einveldisins í Danmörku
185
heldur undir alla eptir eðli málanna. Þetta var nú afgjört i
ministerio, og Bardenfleth sagði mér að mönnum hefði kom-
ið saman um, að gjöra mig að Departementschef þar.“ Þetta
dróst þó á langinn, svo að Brynjólfur var hálfpartinn farinn
að örvænta um, að nokkuð yrði af stofnun þessarar stjórnar-
deildar, en með haustdögunum var hann samt orðinn þess
fullvís, að hann myndi verða forstöðumaður íslenzku stjórnar-
deildarinnar, því að hann skrifaði Jóni bróður sínum um þetta
á þessa leið 26. sept. 1848:
„Nú eru liðnir í dag rjettir 5 mánuðir síðan það var borið
upp í stjórnarráðinu, hvort ekki væri ráðlegt, að steypa hjer
öllum íslenzkum málum saman undir eitt Departement. Fjell-
ust þá allir stjórnarherramir á það, og Premierministeren átti
að setja það í lag. En Moltke er ekki mikið fyrir neinar breyt-
ingar, og því er ekki enn búið að koma þessu fyrir, heldur
hefur hann verið í sumar að skrifast á um það við hina Mín-
istrana. Jeg hef sjeð þann Correspondence, og hafa allir hjer
um bil verið samdóma, nema einn, sem ekki er búinn að svara
enn (það er Bluhme). Nú get jeg eptir því varla ímindað
mjer annað, enn að jeg verði gjörður þar að „Departements-
chef“, því jeg sje, að einginn hefur haft neitt á móti mjer,
enda hef jeg og, þó óverðskuldað sje, fengið það orð á mig í
Collegierne, að jeg sje ekki óduglegur. En hvað er Departe-
ment og Departementschef? segir þú. Það skal jeg seigja Þjer.
Hverju Ministerio verður skipt í Departement, en Departe-
mentunum aptur í Contoir. Departementschefen hefur allt
Referat til Ministersins og afgjörir sjálfur þær sakirnar, sem
minna ríður á. Þannig er af þeim ministeríis, sem komin eru
í lag, Justitsministeríinu skipt í 2 Departement, og Kirke-
og Underviisningsmínisteríinu í tvö. I því fyrirhugaða ís-
lenzka departementi ætti að vera tvö. Contoir, annað fyrir
Expedition annað fyrir Revision, og ætti þar undir að leggja
allar íslenzkar, færeyskar og grænlenzkar sakir. En Departe-
mentschefen á að standa undir öllum ministrunum, þannig,
að hann flytji þau mál fyrir hverjum þeirra, sem undir hans
umdæmi heyra eptir efninu. Nú segja menn að Departements-
chefinn muni með þessu móti „de facto“ verða minister fyrir