Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 57
Skímir
Jón Sigurðsson
55
hvílíkur fyrirliði hann var. Vann hann á þessu þingi óum-
deilanlega einhvern fræknasta sigur sinn um sína daga, og er
ekki á allra færi, þeirra er við stjórnmál fást, að leika slíkt
eftir.
Svo hefur Jón lýst stefnu sinni í bréfi, meðan á þinginu
stóð, 10. ágúst 1865: „En eg vil halda kröfum vorum að svo
stöddu, þó ekkert fáist, og heimta sífelt, en reyna að koma
á samvinnu og félagsskap til að taka sér fram að öðru leyti,
svo við getum slegið til með fjárhaginn þegar við sjáum okk-
ur slag, en ekki fyrri.“ Hann vissi sem var, að þess gæti ekki
orðið langt að híða, að Danir þreyttust svo á að „styrkja“
þennan svokallaða „ómaga“ sinn með sífellt hærri fjárútlát-
um, að þeir vildu koma málinu á traustari grundvöll.
Þess var ekki að dyljast, að gremja andstæðinga Jóns inn-
anlands magnaðist mjög við þessi málalok, og einna tilfinn-
anlegast varð það fyrir Jón, að nafni hans og vinur, Jón
Guðmundsson Þjóðólfsritstjóri, var á öndverðum meið við
hann og ritaði gegn honum í málinu. Nú skal ekki úr því
skorið, hversu miklu það hefði breytt fyrir stjórnmálabaráttu
landsmanna, þótt þeir hefðu gengið að tilboði Dana 1865.
Hitt er aftur á móti ómótmælanlegt, að Jón Sigurðsson hafði
rétt fyrir sér í því, að hagstæðari tilboða frá Dönum væri
að vænta á næstu árum og aðeins um að gera að híða þeirra
í fullri rósemi, — vinna því betur á meðan að öðrum fram-
faramálum, svo sem hann drepur á í fyrrnefndu bréfi frá
10. ágúst 1865.
Næstu árin stendur síðan í þófi miklu um stjórnskipunar-
og fjárhagsmál, og svo mikið hafði áunnizt, undir einarðri
forystu Jóns, að 1867 kom fram á sjónarsviðið eitt allra hag-
stæðasta tilboð um stjórnarbót af stjórnarinnar hálfu til Al-
þingis, sem nokkru sinni kom fram, áður stjórnarskráin fékkst
1874. Með samþykktum breytingum þingsins við það frum-
varp, taldi Jón það komast einna næst frumv. meirihlutans
á þjóðfundinum 1851. Þessu hafði málinu miðað áfram þrátt
fyrir allt.
En kálið var engan veginn sopið, þótt í ausuna væri kom-
ið, — stjórnin vildi ekki kyngja innihaldinu, og allt stóð við