Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 267
Skírnir
Ritfregnir
265
undar um tvihljóðsskrið langra íslenzkra sérhljóða eiga ekki við í stuttri
kennslubók. Nær hefði verið að lýsa nákvæmar hinum venjulega fram-
burði og það því fremur sem tvíhljóðsskrið er talið lýti á framburði manna.
Auk þess eru þessar lýsingar svo ónákvæmar, að erfitt er jafnvel fyrir þá,
sem öllum hmitum eru kunnugir, að gera sér grein fyrir, hvert höfund-
ur er að fara.
Lýsingar höfundar á islenzka ú-inu er á þessa leið:
u: this is the long oo-sound, as in English “moon”. One may in fact dis-
tinguish two variations of this: the ordinary one and the somewhat
shorter one in the written combinations -ung- and -unk-. Words with
this sound include: munkur, þungur (shorter sound), and stúfur,
stúka, stúlka. This is the written ú, or unaccented u before a single
consonant. (Bls. XII).
Hér kemur fram, eins og nánara verður vikið að síðar, að höfundur
hefir alrangar hugmyndir um lengd islenzkra sérhljóða. Svo er að skilja,
að stutt ú komi aðeins fyrir í samböndunum ung- og unk-. Hins vegar sé
ú í orðum eins og stúlka langt. Þá verður siðasta setningin ekki skilin á
annan veg en þann, að þar sem ritað er u á undan einum samhljóða, sé
borið fram ú. Þetta er í samræmi við dæmin um hljóðið u, þ. e. [y], því
að þar eru aðeins tilgreind dæmi um u á undan tveimur samhljóðum og
tvírituðum samhljóða.
Reglurnar um lengd sérhljóða (bls. XIII) eru fáránlegar. Þannig ségir
t. d.: Firstly, a written accent denotes a long vowel (or a diphlhong, as
seen). Komma yfir staf táknaði í fomu máli lengd, en hefir ekki gert það
í margar aldir. Nú gilda allt aðrar reglur um lengd sérhljóða, sem hér
verða ekki raktar. Þá segir höfundur, að “unaccented vowels”, þ. e. sér-
hljóðar, sem ekki eru ritaðir með kommu yfir, séu langir á undan -gð og
-gr og tekur sem dæmi sigS og digran. Þetta er alrangt. Sérhljóðin eru
stutt i þessari stöðu. Enn segir höfundur, að “unaccented vowels” séu
langir á undan -kl, -kn, -pn, -tl og -tn og bætir við “but here ‘aspiration’
takes place”. Dæmin, sem höfundur tekur, eru þessi: Hekla, blikna, glapna,
kitla, vatna. Enginn vafi er á því, að sérhljóðin eru stutt í þessari stöðu.
Stefán Einarsson segir, að þau séu “especially clipped” (Icelandic 4).
Rétt á eftir reglunum um lengdina ræðir höfundur nánara um aðblástur-
inn og segir m. a.: Note that this aspiration leads to the following double
consonant being soundéd as a single one (bls. XIII), og á eftir eru m. a.
tekin dæmin klakkiir, klippa, kléttur (bls. XIV). Ená bls. XVI'segir hann:
All double cÖTisonants are really sounded double. Thus bb, dd, gg, kk,
mm, pp, rr, ss, tt are pronounced double. Þegar höfundúr nötar orðin
single og double um hljóð, á'hann vitanlega við það, sem á máli hljóð-
fræðinnar nefnist „stuttur” og „langur". Um þetta ófræðilega orðalag
skal ekki fárazt. Það kann að vera notað með hliðsjón af þeim notendum
bókar, sem ókunnir eru hljóðfræði. En hitt er næsta furðulegt, að svo and-
stæðar fullyrðingar, sem fyrir koma í þessum tveimur athugasemdum,