Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 231
Skírnir Doktorsrit um Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar 229
flokk séra Einars Sigurðssonar frá 1616, því það ljúflingslag
sýnist vera auðveldast,“ og tekur síðan upp hinar óskáldleg-
ustu vísur: „t. d. 2. erindi: „Aðalreykjadal — allir kenna — í
Þingeyjarsýslu — þar fyrir norðan; — Einar Sigurðsson —
er þar bamfæddur — á þeim bæ, — sem heitir að Hrauni.“
.. . En vegna kenninganna les eg helzt Stellurímur,“ segir
hann og nefnir nokkrar skopkenningar rímnanna. En undir
brosinu býr nokkur alvara, eins og fram kemur í bréfinu til
Jóns Sigurðssonar: „Bragarhátturinn, sé eg, verður einhver
meðalháttur milli fornyrðalags og ljúflingslags þess, sem er í
Bamaljóðum Sra Vigfúsar á Stöð og Æviflokki séra Einars
Sigurðssonar.“ 1 hverju er fólginn þessi „meðalháttur milli
fornyrðalags og Ijúflingslags ...“?
I ritgerðinni AS yrkja á íslenzku (Frón II, 1944, 80—81,
Ritgerðakom og ræðustúfar 1959, 18—19) segir Jón Helga-
son m. a.: „Fjaðurmagn stuðlanna, sjálf líftaug fornháttanna,
hefur slaknað í höndum síðari tíma skálda. Það er t. d. föst
regla í fornum skáldskap að nafnorð eða lýsingarorð í fyrra
risi línunnar hlýtur að bera stuðul: „Hljóðs bið ek allar /
heIgar kindir“ . . . Aftur á móti verður einatt misbrestur á
þessu hjá skáldum síðari alda . . . Sveinbjörn Egilsson, mestur
smekkmaður sinnar kynslóðar á íslenzkt orðfæri og bezt að
sér í fornu máli, hefur til að stuðla þannig (í þýðingu sinni
á Odysseifskvæði): ok á hendur þeim / helltu vatni / til
handaþvottar / þjónustumenn (I 53). En sjúkleik má /
manngi forðast (IX 199). Skjótt vér skunduðum, / ok til
skips rákum / sauði feitlagna / fótum hraða (IX 227). Hér
ætti h í handa-, s í sjúkleik og s í sauði að réttu lagi heimt-
ing á stuðli.“
Þetta og því um líkt hefur Sveinbirni sem sé verið ljóst,
er hann segir, að bragarháttur sinn verði „einhver meðal-
háttur milli fornyrðalags og ljúflingslags . . Hann á þar
við, að hann losi um föstustu skorður hins klassíska fornyrðis-
lags, einkum að því er varði skipan stuðla og höfuðstafa —
gefi kveðandi lausari tauminn.
Þessum og öðrum bragháttareinkennum hefði praeses átt
að lýsa, bæði með samanburði við fornan kveðskap og annan