Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 54
52
Einar Laxness
Skimir
fundur þótti einna róttækastur allra fundanna í orðalagi og
tillögum, enda var Island þar talið „frjálst sambandsland Dan-
merkur“. Tillögur höfðu þar verið gerðar um jarl yfir land-
inu ásamt þrem íslenzkum ráðherrum, sem hver hefði stjóm-
arábyrgð. Slíkri nýskipan hlyti eðlilega að fylgja drjúgur
kostnaður og því íslandi brýn nauðsyn að hafa eigin fjárráð.
E. t. v. kann að mega rekja til áhrifa Jóns Sigurðssonar, t. d.
í sambandi við erindrekaskipun hans, að konungur skipaði
5 manna nefnd til að rannsaka fjárhagsmálið og gera tillögur
þar að lútandi. Svo mikið er víst, að sú nefnd komst á lagg-
irnar haustið 1861, og hlaut Jón setu í henni. Enn fremur ber
að geta, að jafnvel Danir sjálfir, a. m. k. rikisþingið, taldi, að
aðgreina bæri fjárhag landanna, og var höfuðorsökin sú,
hversu þungur „ómagi“ Island væri á ríkinu og nauðsyn að
láta nýlenduna standa á eigin fótum! Við slíkum og þvílíkum
þvættingi hafði Jón sitt að segja, svo sem vænta mátti. I fjár-
hagsnefndinni setti hann fram kröfur sínar í þessu efni og
byggði þar sem fyrr á vandlegri fræðilegri rannsókn á við-
skiptum íslendinga og Dana á umliðnum öldum. Þeirrar þekk-
ingar hafði hann aflað sér með ýtarlegri rannsókn um ára-
tuga skeið, því að einhver fyrsta ritgerð hans um þjóðmál er
tengd þessu mikla og örðuga málefni. Freistaði hann þess þá
að benda á ófullnægjandi reikningshald Dana, að því er Is-
land snerti, en í þeim efnum var raunar um fullkomna óreiðu
að ræða. Varð Jóni ljóst, að hér var fundinn snöggur blettur
á sambandi þjóðanna, sem nauðsyn bar til að draga fram í
dagsljósið, enda tók hann að rannsaka þau efni af miklum
krafti um langa hríð samhliða öðrum athugunum um þjóð-
réttindin, verzlunarmálin og sögu landsins í heild. Studdi það
að lokum að því, að hann hafði yfirburðaþekkingu á þessu
viðfangsefni, sem kom svo berlega í ljós, er það komst veru-
lega á dagskrá með skipun fjárhagsnefndarinnar 1861.
Skemmst er frá því að segja, að Jón var innan nefndar-
innar á öndverðum meið við alla meðnefndarmenn sína.
Setti hann fram þær kröfur, er Islendingar að hans dómi
gátu gert á hendur Dönum, — svo umfangsmiklar og fræði-
legar, að jafnvel landar hans áttu torvelt með að átta sig á