Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 63
Skírnir
Jón Sigurðsson
61
framt saga þjóðarinnar á tímaskeiði hans, svo samanslungn-
ar eru þær, að úr verður ein heild. Ég hef kosið hér með þess-
ari lítilfjörlegu viðleitni minni að fjalla að mestu um þann
þátt, sem starf Jóns markar í stjórnmálabaráttu þjóðarinnar
um daga hans. Á það verða engan veginn bornar brigður,
að þar hafa spor hans orðið dýpst. Á því sviði er hann sú
þjóðhetja, sem ríkastan þátt á í að lyfta fátækri og niður-
níddri nýlendu upp úr örbirgð alda og koma íbúum ættjarð-
ar sinnar til meðvitundar um hvort tveggja, rétt sinn og
mátt. Á öllum sviðum þjóðernis- og stjórnmála var hann
fyrirliðinn, er mótaði stefnuna og leiddi hina veikburða þjóð
fyrstu sporin á þeirri glæsilegu braut, er framundan var. öll
framfaramál þjóðarinnar, af hvaða toga sem þau voru spunn-
in, áttu hug hans allan, enda vissi hann, að þar var raun-
verulega undirstöðu að finna undir varanlegt þjóðfrelsi. Af
þeim sökum er vart um það mál að ræða, sem hann hefur
ekki haft einhver afskipti af. Sífellt var hann að fræða og
leiðbeina löndum sínum í margvíslegum greinum lífsbarátt-
unnar, hvort sem það viðkom verzlun, fjármálum, sjávarút-
vegi, landbúnaði, fræðsluskipan eða öðrum efnum. Og hve-
nær sem eitthvert hagsmunamál var á döfinni, er ljá þurfti
lið með fjárframlagi eða öðrum stuðningi, þá var hann fyrsti
maðurinn til að rétta fram hjálparhönd. í öllum gerðum
hans kom fram sú óbifandi trú á þjóð hans, sem hann lýsir
svo einstaklega vel í þessum orðum: „Land vort er gott, ef
það er vel notað, og þjóð vor er óspillt, ef hún neytir krafta
sinna og atorku. Nú er öll veröld oss opin eins og hinum
unga og upprennandi æskumanni, og þegar vér höfum það
tvennt hugfast að læra sem mest og að afla sem bezt, þá er
oss framförin vís og auður og þjóðleg farsæld,“
En með því, sem hér hefur verið ritað, er sagan ekki öll
sögð um Jón Sigurðsson og ævistarf hans. Þessi glæsilegi og
fyrirferðarmikli þáttur lifssögu hans mátti kallast aukastarf
hans um ævina. Starf stjórnmálamannsins var ekki hátt laun-
að á íslandi þeirra tima. Því var atvinna hans, sú er hann
mátti inna af hendi til lausnar brauði sínu, allt önnur. Er
þar komið að fræðastörfum Jóns, sem lítillega var drepið á