Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 60
58
Einar Laxness
Skírnir
möguleika í þeim efnum, og þá aðstöðu vildi Jón hagnýta til
fullnustu. Hefur honum verið fullkomlega ljóst, hvernig mál-
um var háttað erlendis, — og í ljósi þeirrar staðreyndar skýr-
ist andstaða hans við stefnu Þingvallafundar 1873. Þar var
sett á oddinn krafa um það, að i stjórnarskrárfrumvarpinu
yrði tekið fram í 1. grein, að ekkert annað bindi Island og
Danmörk saman en konungssambandið eitt. 1 sjálfu sér var
Jón efni málsins samþykkur, en taldi ekki ástæðu til að halda
slíkri kröfu til streitu, er hér var komið, því að öllu fremur
bæri að setja skilyrðislaust fram hið sama og Alþingi undir
leiðsögn hans hafði gert æ ofan í æ. Hann taldi það einungis
mundu spilla fyrir málinu að bera fram slíka kröfu, er gera
mátti sér von um lausn málsins. Bar það vott um raunsætt
mat hans á ástandinu, þótt hann gleddist öðrum þræði yfir
snerpu landa sinna á fundinum, svo sem bréf hans frá þess-
um tíma gefa til kynna.
Stjórnarskárin var veitt snemma árs 1874, og fengu Islend-
ingar þar með löggjafarvald og fjárforræði sem og sérstakan
ráðgjafa mála sinna. Allt var það góðra gjalda vert, en ákvæð-
ið um síðastnefnda atriðið var óljóst orðað, enda reyndist
framkvæmdin í engu samræmi við óskir íslendinga. Ráð-
gjafinn var danskur ráðherra í Kaupmannahöfn og ábyrgðar-
laus fyrir Alþingi. Tilvitnun stjórnarskrár í stöðulögin sem
gildandi lög fyrir ísland var í algerri mótsögn við álit lands-
manna. Þrátt fyrir auðsæja vankanta var þó vart annað fyrir
Islendinga að gera en taka á móti stjómarskránni og neyta
þess færis, sem hún vissulega gaf, til að byggja á frekari
kröfur, er fram liðu stundir. Hér var þeim áfanga náð, sem
kostað hafði miklar fórnir og átök af hálfu landsmanna. Allt
um það gekk Jón Sigurðsson þess síður en svo dulinn, að
endanlegur ákvörðunarstaður var enn í fjarska og því ekki
til setunnar boðið. Það vildi hann brýna fyrir löndum sín-
um þegar í stað. Þess vegna er megininntak bréfa hans 1874
hvatning um að leggja ekki árar í bát, þótt nokkur lagfær-
ing hafi fengizt. Stjórnarskráin er að hans dómi „trappa“
til að stíga á „og fara lengra“, eins og hann orðaði það. Vanda
vill hann sérlega vel kjör þingmanna á komandi löggjafar-