Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 230
228
Steingrimur J. Þorsteinsson
Skírnir
vill í það knappasta til að þýða hana. Andstutt vísuorð forn-
yrðislags voru enn fjarskyldari lotulöngum hexameterslínum.
En fornyrðislag var epískara en ljóðaháttur. Þetta allt skipti
máli. Skýring praesidis (214—215), að erfiðara sé að koma
fyrir samsettum lýsingarorðum í langlínum ljóðaháttar en í
fornyrðislagi, nær skammt og er auk þess vafasöm um síðari
alda kveðskap. Réttilega er hins vegar bent á fordæmin frá
Benedikt Jónssyni Gröndal og Jóni Þorlákssyni (115—117).
En þar sem hér er um að ræða einn höfuðþáttinn í því brag-
háttarævintýri, að fornyrðislag varð að kalla aðalbragarháttur
okkar við lok 18. og á fyrra hluta 19. aldar og undir því þýdd-
ir mestu ljóðabálkar á íslenzku, hefði mátt rekja þetta enn
fastar til rótar, m. a. minna á, að 1. bindið af Sæmundar-
Eddu-útgáfu Árnanefndar — frumútgáfa Eddu — var rétt
hlaupið af stokkum (1787), þegar Benedikt Gröndal tók úti
í Kaupmannahöfn að þýða undir fornyrðislagi Musteri mann-
or&sins (The Temple of Fame) eftir Pope (frumort undir
hættinum „the heroic couplet") og birti í 10., 11. og 15. bindi
Lærdómslistafélagsritanna, 1790, 1791 og 1798. En 1791 tek-
ur séra Jón á Bægisá að þýða Paradísarmissi Miltons (frum-
háttur „blank verse“) undir fornyrðislagi og síðan hexamet-
ersbálkinn Messías eftir Klopstock. Bendir praeses réttilega á,
að Sveinbjörn hefur þekkt þetta allt vel (nema e. t. v. ekki
alla Paradísarmissisþýðinguna), þegar hann hóf ljóðaþýð-
ingar sínar.
En þegar praeses segir (134): „1 6. v. [o: Odysseifskvæðis]
sjáum vér afbragðsdæmi um allt í senn, nákvæma þýðingu,
hnitmiðað orðaval . . . og leikni Sveinbjarnar í meðferð forn-
yrðislagsins,“ þá verður okkur á að spyrja, hvað einkenni
háttarmeðferðina yfirleitt hjá Sveinbirni. Þessu hefði praeses
getað gert — og átt að gera — skil á örfáum blaðsíðum, en
lætur það undir höfuð leggjast. Hann hefur ágætis efnivið í
höndum, birtir í Viðauka (321—322) bréf Sveinbjarnar til
Jóns Sigurðssonar og Konráðs Gíslasonar, dags. 3. og 5. marz
1852, og vitnar lítillega til þeirra (135). Þarna segir Svein-
björn í hálfkæringi og skopi um sjálfan sig við Konráð: „Til
fyrirmyndar um bragarháttinn fékk eg mér helzt Ævisögu-