Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 50
48
Einar Laxness
Skímir
hugasemdir um eðli Alþingis sem lýðræðislegrar stofnunar,
er sízt megi án vera, en að auki minnist hann á gildi hinna
almennu þjóðmálafunda, sem gríðarlegt gagn hafi gert, enda
sterk stoð undir Alþingi. Hvetur hann fulltrúa þjóðarinnar
á Alþingi að leggja sem mesta rækt við að hlusta eftir sam-
þykktum alþýðu í héruðum. Ber ritgerð þessi enn vott ger-
hygli Jóns, lifandi áhuga og lýðræðislegrar hugsunar.
En það hefur hlotið að vera landsmönnum og þá fyrst og
fremst Jóni Sigurðssyni mikið harmsefni, hvernig samhugur
manna sundraðist á árunum upp úr 1857 af völdum fjár-
sýkinnar, sem þá geystist um landið eins og logi um akur.
Þá hófust þau átök í landinu, er tóku hugi allra, og bræður
bárust á banaspjót, ef svo mætti segja. Og mitt í allri þessari
ólgu, er varð á hugum manna, stóð Jón Sigurðsson í erfiðri
aðstöðu og fékk ekki snúið málum á betri veg. Um eitt var
spurt: Ertu með lækningum eða niðurskurði á hinum sýkta
fjárstofni? Meirihluti Alþingis og þorri þjóðarinnar barðist
ýmist fyrir algerum ellegar takmörkuðum niðurskurði, áður
en freistað væri lækninga. Stjórnin gaf í upphafi tilskipun
um niðurskurð, en breytti síðar stefnu, og orsakaði það geipi-
legt tjón fyrir lækningamálstaðinn, en öll framkoma stjórnar
og yfirvalda var lengi talsvert á reiki og málinu til stórskaða.
Loks virtist sem taka ætti málið fastari tökum 1859, er Jón
Sigurðsson var skipaður konungl. erindreki ásamt Tschern-
ing yfirdýralækni og þeim veitt óskorað vald til að beita
lækningum einum. Sá málstaður varð Jóni heilagur, og í
þágu hans barðist hann með sömu einurð og jafnan ein-
kenndi hann. Gallinn var aðeins sá, að nú átti hann við and-
stöðu Alþingis og landsmanna að etja. Það var þungur róð-
ur, og þjóðinni hefur mátt þykja það kynleg umskipti, sem
orðið höfðu á högum fyrirliða síns. Vafalaust hefur málstað-
ur Jóns, — lækningarnar, — markast af framsýni hans og
glöggum skilningi að dómi síðari tima á því, sem hollast
væri í sjálfu sér. Hins vegar mátti segja, að flestar forsendur
hafi brostið til þess, að stefnu hans væri unnt að framkvæma
skilyrðislaust, meðan stjórn landsins bar ekki önnur merki en
fálmkenndra athafna, sem framkvæmdar voru af mistækum