Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 227
Skírnir Doktorsrit um Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar 225
inn um bókakost Sveinbjarnar nauðsynleg undirstöðukönnun.
Þegar kemur að fyrirmyndum og einkennum máls og stíls
og eðli og eigindum þýðinganna, verður myndin einna heil-
legust og fyllst, þar sem einstökum þáttum eru gerð skil, svo
sem einkunnum (epithetis) Hómers og einkum skrautyrðum
(epithetis ornantibus). En efnismestu kjarnakaflar ritsins eru
annars um feril og fornmálsáhrif. En jafnvel í síðastnefndum
kafla — og í köflunum um óbundnar þýðingar og bundnar
og í Fáeinum þáttum — verður efnismeðferð nokkuð tínings-
leg, að mestu safn einstakra dæma, þótt mörg þeirra séu
prýðileg og ritskýring víða góð. Praeses segir (188): „Fyrir
mér vakir einungis að draga fram nokkur dæmi, er fái sem
bezt lýst sjónarmiðum og aðferð Sveinbjarnar og þróunarferli
þýðinga hans,“ og (176): „Svo sem að líkum lætur, verður
ekki komið hér við rækilegri athugun á máli Hómersþýðinga
Sveinbjarnar Egilssonar, heldur er þeim dæmum, sem valin
eru, ætlað það eitt að gefa nokkra vísbendingu um fáein at-
riði þessa viðtæka rannsóknarefnis.“ Höfundur gerir raunar
miklu meira en þessi hógværu orð gefa til kynna, hann bregð-
ur góðri birtu yfir ýmis efnissviðin. En það er rétt, að hann
gerir það að mestu með dæmatali; og það getur orðið nokkuð
reytingslegt. Þetta er eins konar smáljósa-upptendran, — við
erum enn í svo miklu jólaskapi, þar sem jólum lauk í gær,
að mér liggur við að segja, að þetta minni á einstök og dreifð
kertaljós, sem eru vissulega flestum ljósum fegri, en varpa
geislum sínum ekki ýkja langt út í myrkrið. 1 musterið vant-
ar hér ljósahjálminn.
Um það er ritgerðinni einmitt að mínum dómi einna helzt
áfátt, að praeses kippir ekki nógu oft og vel í liðinn (svo að
vikið sé nú frá ljósunum aftur til læknamáls), hann hefði
átt að draga þræðina fastar saman, bæði í niðurlagi sumra
kaflanna og í bókarlok. Það skortir á víðtækari niðurstöður,
yfirsýn, heildarmyndir. Ég skal taka dæmi af stílnum og stíl-
þróuninni, sem eru eitt aðalviðfangsefnið. Um þetta eru á
ýmsum stöðum í ritinu góðar athuganir og dreifðar lýsingar
á sumum þáttum stíls og stílbreytinga. En samantektina
vantar. Nú óttast ýmis doktorsefni, að dómnefnd þeirra sé
15