Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 161
Skímir
Kaj Munk
159
Hin þrjú leikritin frá þessu tímabili, OrSiS, Ást og Hafi8
og mennirnir, eru að því leyti frábrugðin þeim, sem áður
er getið og minna um leið hvort á annað, að þau gerast í
sveit nú á tímum og fjalla um vandamál trúar og ástar. 1
Orðinu (lokið 1925 og sýnt 1932. Leikfélag Reykjavíkur sýndi
það 1943, og hingað kom af því dönsk kvikmynd, gerð af
meistaranum Dreyer, sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði 1956)
er dásemdarverkið flutt inn á sviðið, kraftaverkið, sem verð-
ur fullkomið vegna máttar trúarinnar og bænarinnar. Það er
prédikun í leikritsformi, sem á að hrista upp í vanaþrælum,
trúuðum og trúlitlum, og er ögrun við trúleysingja. Hinn
gamli Grundtvigssinni, Mikkel Borgen, býr á búi sínu ásamt
þremur sonum. Einn þeirra, Mikkel yngri, er orðinn trúlaus,
annar, Jóhannes, geðveikur eftir hörmulegt slys. Unnusta
hans varð fyrir bíl og lét lífið, þegar þau voru að koma úr
leikhúsi, þar sem þau sáu hið rationalistiska kraftaverkaleik-
rit, Ofurefli, eftir Björnson. Þriðji sonurinn er ástfanginn af
dóttur leiðtoga heimatrúboðsins í sveitinni, Péturs skraddara.
Hann er andvígur ráðahagnum í ofstækisfullri þröngsýni
sinni.
Þessar andstæður, Grundtvigssinnar og heimatrúboðsmenn,
gefa verkinu hressilegan og raunsannan blæ, en háðið og
skopið leika um héraðslækninn, fulltrúa efnishyggjunnar, og
sóknarprestinn, sem er hreinn atvinnumaður og trúlítill í
meira lagi. Hann kemur í heimsókn á bæ Borgens og hittir
þar fyrir Jóhannes hinn vitfirrta, sem heldur því fram, að
hann sé Jesús. Samtölin í þremur fyrstu þáttunum nálgast
öðru hverju vandamál dásemdarverksins. Þá verður það í
þriðja þætti, að Inger, hin unga kona Mikkels, deyr af barns-
förum. Jóhannes álítur, að hann, sem er Jesús, geti vakið
hana aftur til lífsins. En þegar hann stendur yfir líkinu,
þyrmir yfir hann minningunni um dauða unnustunnar, og
hann fær vitið aftur. Hann hleypur á brott frá bænum og
snýr ekki aftur, fyrr en fjölskyldan og vinir eru saman komn-
ir til að kveðja hina látnu hinztu kveðju. Allir hafa sætt sig
við vanmátt sinn gagnvart dauðanum, Borgen gamli, yngri
Mikkel, læknirinn og presturinn, hver á sinn hátt. Jóhannesi