Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 68
66
Einar Laxness
Skímir
rita um náttúru landsins, en Jón um hagi lands og þjóðar.
Því miður komst sú stórhuga áætlun ekki í framkvæmd,
þótt á nokkurn rekspöl kæmist. Er það óbætt tjón íslenzk-
mn fræðum, að þessum gáfuðu ættjarðarvinum skyldi ekki
auðnast að auðga þjóð sína á þann hátt, sem efni stóðu til.
Löngu síðar, eða 1864, tókst Jón á hendur, fyrir tilmæli og
styrk frá enskum Islandsvin, Powell að nafni, að vinna að
samning stórrar Islandssögu, allt að 6 binda verki. En ekki
verður séð, að hann hafi snúið sér að því verkefni að neinu
ráði.
Til viðbótar því, sem hér hefur verið nefnt um fræðastörf
Jóns, væri mörgu hægt við að auka, — slík var elja hans og
brennandi starfsáhugi alla ævi. Hann gaf út fjölmörg önnur
rit, gerði uppskriftir handrita, las prófarkir, leiðbeindi fjölda
manna, er til hans leituðu með vandkvæði sín o. fl. o. fl., sem
of langt yrði upp að telja. Það var eðlileg afleiðing fræða-
áhuga hans, að honum varð mikið ágengt um söfnun hand-
rita og bóka og hann var ávallt á höttum eftir slíku, bæði
heima og erlendis. Var hann mesti handritasafnari íslenzkur
að Árna Magnússyni undanskildum. Eignaðist hann geysi-
stórt og dýrmætt safn. Alþingi sá sóma sinn í því að kaupa
það handa landinu fyrir 25.000 kr. árið 1877. Að sjálfsögðu
var það styrkur Jóni og gleðiefni á ellidögum, en þó fyrst
og fremst ómetanlegur fengur löndum hans að eignast svo
dýrmætt safn.
8.
Ekki hæfir að skiljast svo við frásögn af Jóni Sigurðssyni,
að ekki sé vikið nokkrum orðum að persónulegum eðlisþátt-
um mannsins sjálfs, hvílíkur hann var fyrir sjónum landa
sinna að innra eðli, — skapgerð og framkomu í önn dagsins.
Fer þá bezt á því að gefa orðið beint þeim mönnum, er hon-
um kynntust, stóðu honum augliti til auglitis og eru þar af
leiðandi dómbærastir í þessum efnum. Er því síður hætta,
að nokkuð fari á milli mála, er ég vík þannig af braut ófull-
kominnar endursagnar. Væri hægt að vitna til margra manna,
sem fært hafa í letur endurminningar um Jón, en þvi miður
verður aðeins unnt að staðnæmast við fátt eitt.