Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 45
Skirnir
Jón Sigurðsson
43
baráttutæki að ræða fyrir stefnu hinna frjálslyndu íslend-
inga og sá maðurinn ritstjóri, sem mikils var af að vænta.
Auk þess var Jón Guðmundsson kosinn í miðnefnd Þing-
vallafundasamtakanna á fundinum 1852 og varð síðan for-
maður hennar. Kom þvi mestan part í hans hlut að annast
undirbúning að Þingvallafundum næstu árin og raunar leng-
ur. Þegar við þetta bættust umfangsmestu störfin á Alþingi,
er Jón Sigurðsson var þar forseti eða kom ekki til þings, má
fara nærri um það, hversu stjórnmálabaráttan mæddi á Jóni
Guðmundssyni löngum. Hann er öllum öðrum fremur fyrir-
liði flokks nafna síns innanlands, og sjálfur nefndi hann sig
„skugga“ Jóns Sigurðssonar. Á þetta er sérstaklega bent hér
til þess að sýna, að innanlands voru ómetanlegir kraftar að
verki, er studdu Jón Sigurðsson dyggilega og auðvelduðu
honum baráttuna, — dugmiklir og þjóðhollir menn til sjávar
og sveita. Slíkir menn voru tengiliðir milli alþýðu og fyrirlið-
ans í Höfn, og þeirra hlut má aldrei vanmeta. Þegar við hug-
leiðum jarðveginn, er þeir máttu lifa og hrærast í, skilst
glöggt, að hlutskipti þeirra var fjarri því að vera öfundsvert.
Það tókst um nokkra hríð að halda við neistanum, sem
kviknað hafði, eins og Þingvallafundir 1852—55, svo og
Kollabúða- og Þórsnessfundir, gefa til kynna. Þar voru tekin
fyrir helztu hagsmunamál landsmanna i verklegum efnum,
verzlunarmál, atvinnumál o. s. frv., svo sem Jón Sigurðsson
hafði einkum hvatt til, að gert yrði. Að sjálfsögðu var þess
freistað að impra á stjórnskipunarmálinu og haldið á loft
fyrri tillögum. Hafa fundahöld þessara ára verið öldungis að
skapi Jóns Sigurðssonar. Svo fór, að þótt Þingvallafundir féllu
niður um nokkurt skeið frá 1856 og höfgi hnigi á menn að
sumu leyti, þá megnaði ekkert að slökkva neistann úr þessu.
Ætíð leyndist hann undir niðri, svo að lítið þurfti til að
láta hann loga glatt. Jón gerði líka sitt til að lifga hann við
með uppörvunum til landsmanna í bréfum, ræðum og rit-
gerðum.
Eitt allra mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar var leyst
á farsælan hátt 1854—55, þótt sízt væri vonum fyrr, — af-
nám einokunarfjötranna. Þá hefur Jón mátt gleðjast af heil-