Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 259
Skírnir
Ritfregnir
257
þá, sem vilja leggja j>að á sig að lesa kvœði Stephans G. niður í kjölinn.
Að vísu er það galli á bókinni, að sagt er einstöku sinnum frá því sama
í báðum ritgerðunum, en það er svo smálegt, að ekki er ástæða til að dvelja
lengi við slikt, því að kostir bókarinnar eru yfirgnæfandi, og líf og skáld-
skapur Stephans er hvort tveggja svo mikilfenglegt, að allt sem gert er
til þess að glöggva lesendur á þessu andlega ofurmenni verður seint of-
þakkað.
ASalgeir Kristjánsson.
Bibliotheca Arnamagnæana, Vol. XXV, 1: Opuscula Vol. 11,1. —
Ejnar Munksgard, Hafniæ 1961. 4+ 96 bls.
Þeir eru iðnir við kolann, félagarnir Ole Widding og Hans Bekker-
Nielsen. 1 þessu hefti Opuscula rita þeir 15 ritgerðir, sem allar eru merk-
ar og leggja eitthvað nýtt til málanna. Þegar skyggnzt er um, gæti ófróð-
ur spurt, hvenær þeir rita orðabókarseðla, því ritgerðir eins og sumar,
sem hér birtast, kosta nokkuð langan tima til smíðanna. Það er skylt að
þakka þeim fyrir tillag mikið og gott til þekkingar á kirkjulegum ritleif-
um og öðrum frá miðöldum. Einkum er það þýðingarmikið að grafa upp
texta þá, sem þýtt hefur verið eftir, og getur það stundum verið nærri
óendanlegt verk og óleysanlegt með öllu oftar en vera skyldi. Ég minnist
þess sjálfur, að fyrir réttum 10 árum benti ég á innskot úr hómilíu í Nið-
urstigningarsögu í erindi, fluttu á fundi í Félagi islenzkra fræða, sem birt-
ist í Skirni 1955. Hómilíu þessa hef ég ekki fundið enn, en þegar Hans
Bekker-Nielsen ritar um Cæsarius frá Arles, þá minnist ég þess, að á
þeim slóðum í Frakklandi er nokkuð algengt að finna myndir frá tímum
Cæsariusar eða frá 5—600 af Kristi í gervi imperators eða eins og ég hef
stundum sagt í hálfkæringi: Kristur á hvítum hesti. Nú er eftir að vita,
hvort hér sé eitthvert samband á milli eða hvort hér sé um falska sam-
líkingu að ræða. Homilían er ófundin enn, og við þær aðstæður, sem hér
gefast til þess háttar gagnslítils föndurs, líður sjálfsagt á löngu, þar til
hún finnst. Það er því mjög þakkarskylt, að einhver eða einhverjir leggi
á sig það erfiði, sem fylgir því að ryðja sér brautir um myrkviðu miðalda.
Mikill hluti þess efniviðar, sem þyrfti að nota og hafa aðgang að, er óút-
gefinn og liggur meir eða miður illa skrásettur í söfnum út um alla Evrópu.
Hér skal ekki drepið á mörg einstök atriði í ritgerðum þessum. Ég var
hugfanginn af vandamálunum í sambandi við sögurnar af heilögum Niku-
lási. Þar skýtur þó upp kollinum á fjandanum um það, hvort forrit hafi
verið norskt eða ekki. Það mél er varla að fullu til enda lukt enn. Það
má búast við einum þætti í þeirri sögu, sem allmikla þýðingu hefur. Að
slepptum þýðingum vafalaust norskum, þá hefur samhandið við erkistól-
inn smitað með öðrum hætti — þeim sama, sem gerir islenzkuna dönsku-
skotna á 18. öld, svo dæmi sé tekið, eða þá, að hugtakið samvizka er tekið
upp á fslandi, sbr. bls. 51. Hið lifandi mál er á hverjum tíma undir áhrif-
um samgangna og menningarmiðstöðva. Þessi athugasemd á þó ekki að
17