Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 72
70
Einar Laxness
Skírnir
borðsendanum og settist í hann. Var þá skrafað og skeggrætt,
þangað til húsfreyja kom inn, og bauð mönnum til borðs. Á
borðum var alltaf íslenzkur matur alskonar og geta fslending-
ar, sem í Höfn hafa verið, getið nærri, hvílíkt sælgæti það
þótti, einkum þar sem maturinn var kriddaður með skemti-
legum samræðum og ljúfu viðmóti húsbændanna. Eftir mat
gengu menn aftur inn í skrifstofu Jóns og settust eins og áður
kring um borðið. Þá voru boðnir vindlar, langir og mjóir,
fremur ljettir, enn bragðgóðir, sjerstök tegund, sem Jón alltaf
reikti. Síðan var framreitt púns, blandað í könnu, ljúffengt,
enn fremur veikt, að því er sumum þótti. Tókust þá fjörugar
samræður, enn hrókur alls fagnaðar var húsbóndinn, hvort
sem hann talaði „eins og sá sem vald hafði“ um íslenzk
stjórnmál, eða miðlaði okkur hinum ingri mönnum af hin-
um óþrotlegu fjársjóðum þekkingar sinnar í sögu fslands,
bókmentmn þess og málfræði, eða hann kriddaði samtalið með
græskulausu gamni. Mjer stendur hann enn í dag lifandi
firir hugskotssjónum, þar sem hann sat firir borðsendanum,
hallaði sjer aftur í skrifborðsstólinn og teigði frá sjer fæturna
inn undir borðið, með flakandi vesti, í ljómandi hvítri erma-
skirtu og með sloppinn hangandi niður beggja megin við
stólinn, með vindil í annari hendi, enn hina höndina oftast
í buxnavasanum, með bros á vörum, og í híru skapi.--------
Þarna skemtum við okkur í besta ifirlæti fram eftir nóttunni,
enn þó sjaldan lengur enn til miðnættis. Þá fór hver heim
til sín. Mun flestum, sem þar vóru, bera saman um, að
ánægjulegri kvöld hafi þeir ekki átt í Höfn enn kvöldin, sem
þeir vóru hjá Jóni Sigurðssyni og konu hans.“
Sú þjóð, sem fæddi Jón Sigurðsson, var ekki hin sama, er
hann féll í valinn og hún hafði verið á þeirri stundu, sem
hann hóf þjóðmálabaráttu sína. Þar hafði gerbreyting á orð-
ið á öllum sviðum. Er lát hans bar að, var hún á góðri leið
til þess stjórnfrelsis, sem hann hafði keppt að frá öndverðu.
Engum manni fremur skuldar íslenzka þjóðin meiri þökk en
honum fyrir þau spor, er gengin voru í þessa átt, jafnt á
dögum hans sem síðar. Ber okkur einatt að hafa það hugfast,