Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 137
Skírnir
Um íslenzka ættfræði
135
tíma, er sagður í bréfinu sonur Þorvalds vasa. Þorvaldur vasi
ögmundsson er nefndur í skjölum norðanlands á 14. öld, og
hefur hann verið í stórbændatölu. Varla hefur annar maður
með sama nafni og viðurnefni verið uppi á þessum tíma á
sömu slóðum, og má því eflaust telja hann hafa verið föður
Jóns. Þorvaldur vasi er nefndur í máldaga Bakkakirkju í öxna-
dal, og hefur hann verið heimildarmaður Bakka um tíma.
Þessari kirkju gaf Margrét Þorvaldsdóttir á Gnúpi dánargjöf,
og bendir sú gjöf til svipaðra tengsla við eigendur Bakka í öxna-
dal sem fyrr er sagt um tengslin við eigendur Reykja í Flóka-
dal. Margrét Þorvaldsdóttir, sem nú hefur verið margnefnd,
var þvi tvímælalaust dóttir Þorvalds vasa ögmundssonar. Hún
hefur verið skilgetin og því erft Jón bróður sinn. Móðir henn-
ar er á lífi, þegar hún deyr. Bræður hennar einhverjir eru þá
einnig á lífi. Þeir hafa annaðhvort ekki verið skilgetnir eða
ekki samfeðra henni, með því að annars hefðu þeir staðið nær
en hún að arfi eftir Jón bróður hennar.
Af því, að móðir Margrétar er á lífi 1401, má ráða, að Mar-
grét hafi varla verið eldri en um sextugt, er hún dó. Valgerður
Vilhjálmsdóttir er að fá afhentar eignir þær, sem hún erfði, að
því er virðist 25. desember 1416, þótt ekki sé fullvíst eftir orða-
lagi vitnisburðarins, að afhendingin hafi farið fram um leið
og bréfið var gert. Valgerður er í fyrstu eða annarri erfð eftir
Margréti, samkvæmt Jónsbókarerfðatali, með því að móðir
hennar var í þriðju erfð og erfði ekki, heldur Valgerður. Jón
sá, sem Margrét kaus sér legstað hjá, er sjálfsagt eiginmaður
hennar, væntanlega hinn eini, en ef hún kynni að hafa verið
tvígift, væntanlega hinn síðari. Ef Valgerður hefði verið í fyrstu
erfð, skilgetin dóttir Margrétar með fyrra manni, hefði hún
að öllum líkindum verið orðin svo gömul 1416, að hún hefði
fyrir löngu verið búin að fá eignir sínar afhentar. Það virðist
því mega telja víst, að Valgerður Vilhjálmsdóttir hafi verið í
2. erfð, sonar- eða dótturdóttir Margrétar.
Sá, sem afhenti Valgerði Vilhjálmsdóttur eignir hennar, var
Þórður örnólfsson. Eðlilegast er að búast við því, að hann hafi
verið f járhaldsmaður hennar, en það voru oftast nánustu frænd-
ur, ef þeir voru svo fjáðir, að þeim var treyst til að varðveita