Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 127
Skírnir
Hjátrú á jólum
125
það er, má telja víst, að bæði í álfunum, Grýlu og jólasvein-
unum sé að finna leifar forns, heiðins átrúnaðar (sbr. T. Bókm.
XII 122—3).
Ýmis hindurvitni.
Loks er að minnast á nokkur smáatriði varðandi hjátrú í
sambandi við jólin. Gildir hér hið sama og um margt varðandi
álfana, að ýmsum sögum fer af því, hvort tiltekinn atburður
gerist helzt á jólanótt, nýársnótt eða þrettándanótt. Kann þessi
ruglingur, eins og áður er minnzt á, sumpart að stafa frá því, er
áramótin voru færð frá jólanóttunni tii aðfararnóttar átta dags
jóla, sem síðan heitir nýársnótt, og svo vegna hins, að þrett-
ándanóttin hefur stimdum verið kölluð jólanóttin gamla, en
það virðist mega rekja til munnmæla eða vitneskju um það, að
6. janúar var fyrr haldinn hátíðlegur sem fæðingarhátíð Krists
en 25. desember. Lika kunna að blandast í þetta munnmæli
um hin fornu miðsvetrarblót, sem líklega hafa farið fram um
þetta leyti. En annars mun ein elzta helgi þrettándans sprott-
in af því, að menn trúðu því viða, að þá tæki sólin aftur að
hreyfa sig eftir 12 daga hvíld eða þar um bil (Hwb. VIII 57).
Ein er sú trú, að kirkjugar&ur rísi á þessum nóttum, eink-
um nýársnótt, þ. e. dauðir rísi úr gröfum sínum. Er sú trú al-
geng erlendis. önnur er sú, að kýr tali á nýárs- eða þrettánda-
nótt. Erlendis er því víða trúað, að þá tali öll dýr. (Hwb. IX
Nachtrag 926). Þá er því víða trúað, að vatn verði sem snöggv-
ast dð víni nýárs- eða þrettándanótt. Hér á landi virðist þetta
einkum bundið við vatnið í Öxará á Þingvöllum, sem jafnvel
gat orðið að blóði á nýársnótt, og mátti þá búast við mannfelli
á Alþingi sumarið eftir (J. Á. II 83). Öskastundin er af mörg-
um talin vera á nýársnótt. Búrdrífan er allmerkilegt fyrir-
brigði, en samkvæmt Jóni Árnasyni er hún
„hrím það, sem forðum féll á nýársnótt á búrgólfið hjá
húsfreyju, því þær létu þá standa opna búrgluggana. Hrím
þetta var likast lausamjöll, hvítt á lit, smágert og bragð-
sætt, en sást hvorki né náðist nema í myrkri, og var allt
horfið, þegar dagur rann á nýársmorgun. Húsfreyjur þær,
sem vildu safna búrdrífunni, fóru svo að því, að þær settu