Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 164
162
Sven Meller Kristensen
Skirnir
sem standa í persónusambandi við guð, geta frelsazt. Hin
mikla synd getur leitt til hinnar miklu náðar. Eins og Bat-
seba segir við Davíð: „Sjá, ég er syndin, syndin frá Jahve,
sú sem einnig veitir þér hina beisku tign syndafallsins, til
þess að þú getir orðið stór og rnikill."
Eftir glæsilega sigra í leikhúsinu hófst nýtt tímabil í ævi
Kaj Munks. Hann var umdeildur maður í opinberu lífi, tók
varhugaverða afstöðu á hættutímum áratugsins eftir 1930.
Hann hafði hrifizt af hergöngu Mussolinis til Rómar 1923,
og einræðisherrar ftalíu og Þýzkalands tendruðu nú eld í
hvikulum huga hans. Hér voru á ferðinni sterkir menn, sem
sópuðu burtu hinu dáðlausa lýðræði og málgefna þingræði,
hér komu athafnir, framtak, barátta og fórnir, að því er virt-
ist, í þágu föðurlandsins. Hann lét hrífast til trúar á, að þess-
ir menn væru hetjur að hans skapi. 1 ferðapistlunum Frá
Vederso til Jerúsalem og heim aftur, sem hann gaf út 1934,
eftir ferð um Þýzkaland og Italíu til Palestínu, lætur hann
aðdáun sína og eftirvæntingu skýrt í ljós.
Honum er ekkert um hið þýzka „aríaþvaður", eins og
hann kemst að orði, en það eru smámunir í hinum nýja og
ferska vorþyt, sem fer um Þýzkaland, og hann kallar Hitler
„einn þeirra fáu, sem þora að lifa í hreinleik hjartans, sem
er hið sama og vilja eitt“. Von og óskadraumur Kaj Munks
var, að Danir fyndu líka sinn leiðtoga og að hann gæti sjálf-
ur vakið þjóðina með skáldskap sínum og rutt slíkum manni
braut. Hann hélt fast við þessar stjórnmálaskoðanir, en eftir
því sem nær dró síðari heimsstyrjöldinni, varð hann smám
saman neyddur til að endurskoða afstöðu sína til Musso-
linis og Hitlers. Mestur hlutinn af síðari ritverkum hans
fjallar um þá þróun.
Hamlet, sem hann skrifaði 1934 og var sýndur 1935, er
misheppnað verk. Hann færir þar leikrit Shakespeares í nú-
tíðarbúning og gerir það að andþingræðislegum og andlýð-
ræðislegum áróðri: Hinn spillti forsætisráðherra, Claudius,
hefur rutt fyrirrennara sínum úr vegi, föður Hamlets, hin-
um góða lýðræðissinna, og meðan Hamlet berst við efann og
angistina, leggur suðurjózki nazistaforinginn, Fortinbras,