Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 239
EINAR ÓL. SVEINSSON:
ATHUGASEMDIR UM ALEXANDERSSÖGU
OG GYÐINGASÖGU.
I síðasta árgangi Skírnis skrifaði dr. Ole Widding grein um
Alexanderssögu, og nefnist hún: „Það finnur hver sem um
er hugað“. Reynir hann að leita nýrra röksemda um þýðanda
Alexanderssögu. Ekki er nema gott um það að segja, að leit-
að sé nýrra röksemda um hvað eina. En það leggst í mig,
að ekki sé með þessari grein sagt siðasta orðið um Alexand-
erssögu, og á meðan það er ekki gert, kann að vera, að eftir-
varandi athugasemdum sé ekki ofaukið.
1. 1 aðalhandriti Alexanderssögu, ÁM 519, 4to, eru þessi
sögulok: „Nú gengr sól í ægi, segir meistari Galterus við orð-
in þessi tíðendi. Lýkr hann þar at segja frá Alexandro Magno
ok svá sá, er snúit hefir í sína tungu.“ *) 1 stað orðanna, sem
koma á eftir nafninu (Alexandro Magno), standa í tveim
handritum sögunnar (ÁM 226, fol., og Sth. perg. 24, 4to)
þessi orð: „ok Brandr biskup Jónsson, er snori þessi SQgu ór
látínu og í norrœnu.“ Handritin 226 og Sth. 24 eru skyld,
texti í þeim styttri en í aðalhandritinu. Gerð þessara tveggja
handrita nefnir 0. W. B-gerðina. Skylt aðalhandritinu er
brotið ÁM 655, 4to, XXIX — kallar O.W. þá gerð A. Brotið
er aðeins fjögur blöð og veitir enga vitneskju um sögulokin.
Allir fræðimenn munu sammála um, að hin lengri gerð, A-
gerðin, sé upphaflegri.
Áður en lengra er farið, verður að rifja hér upp annað at-
riði, sem O.W. getur um í grein sinni. I aðalhandriti Gyð-
1) Allar tilvitnanir í þessari grein eru færðar til samræmdrar staf-
setningar. Vitneskja um texta handrita Alexanderssögu er úr útgáfu Finns
Jónssonar (Kh. 1925), en um texta Gyðingasögu er stuðzt við útgáfu
Guðmundar Þorlákssonar (Kh. 1881); handritin sjálf eru ekki tiltæk af
alkunnum ástæðum.