Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 15
Skírnir
Jón Sigurðsson
13
það kleift að leiða þjóðina hinn þyrnum stráða veg, jafn-
snurðulítið og raun reyndist, og um síðir að ná mikilvægum
áfanga í átt til endanlegs sigurs. Hann blés því lífi í hinn
falda eld, sem kom þjóðinni til vitundar um mátt sinn og
megin, — og færði henni heim sanninn um rétt sinn til að
lifa ein og óháð í landi sínu, stjórna því og nytja það sér ein-
um og niðjum sínum til farsældar. Það var sá réttur, sem
enginn gat af henni tekið. Hann lagði allt sitt fram til að
gefa íslendingum trú á land sitt og þjóð, því að sú trú bjó
einlæg með honum sjálfum. Honum tókst að samhæfa kraft-
ana til framkvæmda betur en öllum öðrum, og sjálfur varð
hann persónugervingur þjóðarinnar óumdeildur og fulltrúi
hennar inn á við sem út á við um sina daga sem forseti Al-
þingis. Fyrir lífsstarf Jóns Sigurðssonar urðum við íslend-
ingar sjálfstæð þjóð 1944. Fyrir því heiðrum við minningu
hans á árlegum afmælisdegi hans 17. júní og höfum stofnað
lýðveldi okkar á þeim degi. Og fyrir þvi er hann þjóðhetja
okkar Islendinga.
2.
Jón Sigurðsson var fæddur á hinu forna höfuðbóli Hrafns
Sveinbjarnarsonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð (nú oftast nefnt
Rafnseyri) 17. júní 1811. Foreldrar hans voru hjónin sr. Sig-
urður Jónsson, prestur þar á staðnum, og Þórdís Jónsdóttir.
Sr. Sigurður (d. 1777) var sonur sr. Jóns Sigurðssonar, er
einnig var prestur á Rafnseyri, og var Sigurður aðstoðar-
prestur föður síns, er Jón sonur hans fæddist. Þórdís (f. 1771
eða 2), móðir Jóns, var dóttir sr. Jóns prófasts Ásgeirssonar
í Holti í önundarfirði. Um foreldra Jóns ber mönnum sam-
an, að þau hafi bæði verið hinar mestu fyrirmyndarmann-
eskjur, svo að vart hafi þar hallazt á um mannkosti. Hefur
Jón sonur þeirra haft frá þeim báðum ýmsa þá eiginleika,
sem í honum bjuggu og svo skýrt komu í ljós á lífsleið hans.
Hér er einkum til að nefna góðar gáfur, iðjusemi og reglu-
semi, en hið fyrst talda mun hann ekki síður hafa átt til móð-
ur sinnar að sækja, þvi að hún var orðlögð sem hin mikil-
hæfasta gáfukona. Og sitthvað annað er hann talinn eiga