Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 232
230
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skímir
síðari tíma og samtíma-kveðskap. Einnig hefði hann mátt
hugleiða, hversu vel Sveinbjörn hélt hættinum uppi með
„hugarfyllingu“ og „innri orðgnótt“, sem Gísli Brynjúlfsson
nefnir sem máttarstoðir fornyrðislags, er hann segir svo eftir-
minnilega, að „það þarf svoddan ógnarlegt hugsanaafl til þess,
að sá háttur verði ei að sundurlausri ræðu og missi skáldskap-
artign sína.“ (Dagbók í Höfn, 25. jan. 1848; Rvík 1952, 81).
#
Praeses segir (248): „Væri eflaust mjög fróðlegt að bera
saman þýðingartök Brands [Jónssonar í Alexanderssögu] og
Sveinbjamar, því að verkefni þeirra voru svipuð: að snúa
söguljóði undir hexametri á óbundið íslenzkt mál. Slíks sam-
anburðar verður þó ekki freistað hér,“ segir höf., enda ekki
sanngjarnt að krefjast þess. En hann hefði mátt og átt að
gera nokkurn samanburð á eða einhverja grein fyrir ýmsu
öðru, sem nær lá, og hefði það þó ekki lengt bókina til mik-
illa muna.
1 ævisögu Sveinbjarnar (framan við Ljóðmæli hans, xliv
—xlv) nefnir Jón Árnason þýðingar hans á h. u. b. 25 grísk-
um ritum eða ritabrotum, öðmm en Hómerskviðum. Flest er
þetta sprottið úr sama jarðvegi og Hómersþýðingarnar, í sam-
bandi við kennsluna. Þessar þýðingar nefnir praeses ekki né
hvað enn sé til af þeim, hvað þá, að nokkur lýsing sé á gerð
þeirra og einkennum.
Skýrt er hér frá því (44—45), að Steingrímur Thorsteins-
son hafi skrifað upp og búið til prentunar „nýja endurskoð-
aða útgáfu“ af Odysseifskviðu til skólanotkunar, og tekin upp
greinargerð Steingrims, þar sem hann segist framan af að mestu
fylgja þýðingu Sveinbjarnar, en í seinni hlutanum leyfa sér
hér og þar þær breytingar, sem hann „áleit nauðsynlegar“.
í hverju voru þær fólgnar? Þegar praeses segir réttilega, að
hér „gefist mönnum kostur á að bera saman tvo öndvegis-
þýðendur 19. aldar“, þá hefur hann því miður ekki neytt
þess kosts.
Þegar Benedikt Gröndal lýkur ófullgerðri þýðingu föður
síns á Odysseifskvæði (útg. 1853—54), segir höf. hér ekkert