Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 220
218
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
skil). Svo ruglast hann líka í reglu sinni — ef hún hefur þá
nokkur verið, — t. d. eru á bls. 185—186 tvær tilvitnana-
greinar milli greinaskila, hin fyrri án, en hin síðari innan
gæsalappa. Við ber einnig, þar sem gæsalappir eru við upp-
haf tilvitnana, að þær gleymast við lokin (36 neðst, 14 77,
eins og gleymzt hefur að loka svigum á bls. 129, við dæmi
219. v.). Þessi ósamkvæmni er til óprýði og trafala við lestur.
— tJr því að praeses hefur þennan ímugust á gæsafótum,
hefði hann átt að hafa tilvitnanir með breyttu (t. d. minna)
letri eða inndregnum línum eða hvorttveggja, lesendum til
glöggvunar.
Þegar tekin eru upp einstök orð úr þýðingum, hefði verið
til bóta að greina alltaf nákvæmlega, hvaðan tekin væru (t. d.
vísa og braglína ljóðaþýðinga, 222 o. áfr.). Þegar sagt er
(227), að angankyrtill í Ilionskvæði XVIII, 7. v., kunni að
vera notað fyrir áhrif frá lo. anganreifur í Musteri mann-
orðsins, er ekki nánar tilgreint, hvar það orð sé að finna í
þessari 190 vísna þýðingu (en reynist vera í 119. v., áhrifin
auk þess vafasöm).
En þetta og því um líkt er hér oftast í góðu lagi. Og upp-
tekt tilvitnana er fágætlega vönduð í riti, þar sem þær eru
jafn margar og margvíslegar, en það er vandasamara en
margur hyggur að skrifa upp úr heimildarritum orðréttar til-
vitnanir svo, að engu skeiki.
Af ytri framsetningar- og formsatriðum vil ég enn nefna,
að ekki fer vel á að vitna í 3. og 4. kapítula ritsins, án þess
að kaflar séu nokkurs staðar tölumerktir. Margir kaflarnir
eru svo efnismiklir og jafnvel fjölþættir, að skýrara hefði ver-
ið að skipta þeim í tölumerkta og helzt nafngreinda undir-
þætti, en við slík skil er hér oftast aðeins eitt aukalegt línu-
bil, þegar bezt lætur. Dæmi: Ferill lausamálsþýðinga (32) og
ljóðaþýðinga (48); Einkunnaþáttur: almennur inngangur
(185), óbundnar þýðingar (189), ljóðaþýðingar (206); Forn-
málsáhrif (217—222): orðasöfn og orðabókarstarfsemi, að
ekki sé minnzt á kafla, sem ber jafn tvíþætt heiti og þetta:
FJr sögu erlendra IIómersþyÖinga. — Bókakostur Sveinbjarnar
Egilssonar. Næstsíðasti kaflinn heitir Fáeinir þœttir, og þar