Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 208
206 Jónas Pálsson og Hjálmar Ölafsson Skírnir
bent á nokkrar, án þess að meta hlut hverrar um sig í heild-
arniður stöðunni.
I fyrsta lagi geta nemendahóparnir verið mismunandi að
hæfni og dugnaði frá ári til árs. Skólamenn telja, að oft séu
mikil áraskipti að árgöngum, hvað námshæfni snertir. Slíkt
er vafalaust staðreynd, þegar um afmarkað skólahverfi og
ekki mjög stórt er að ræða. En samkv. almennum lögmálum
ætti þessi mismunur að jafnast út, þegar um svo stóran hóp
er að ræða af öllu landinu. Þetta er þó engan veginn víst.
Þá er sá möguleiki, sem óneitanlega virðist einna sennileg-
astur sem aðalorsök, að prófverkefni séu misþung frá ári til
árs eða jafnvel hafi tilhneigingu til að þyngjast eða léttast
í eitt til þrjú ár, þegar ákveðnu hámarki eða lágmarki í fall-
prósentu er náð, svo sem línuritið gæti gefið til kynna. Þá má
nefna mismunandi kröfur við mat landsprófsúrlausna svo og
mismunandi kennslu, sem gæti haft áhrif á einstök ár.
Athyglisvert er einnig, að hlutfallstala þeirra, sem þreyta
prófið í Reykjavík og ekki ná aðaleinkunninni 6.00, er yfir-
leitt hærri en á öllu landinu samanlagt (Reykjavík þá með-
talin). Á s. 1. 16 árum hefir það aðeins komið þrisvar sinnum
fyrir, að fallhlutfall Reykjavíkurnema væri lægra en á öllu
landinu, þ. e. árin 1949, 1952 og 1960, og þessi ár er munur-
inn mjög lítill. önnur ár er fallhlutfallið langoftast talsvert
hærra í Reykjavík.
Okkur kemur í hug að skýra megi þennan mun með því,
að foreldrar í Reykjavík leggi meira kapp á það en annars
staðar á landinu að koma bömum sínum í gegniun lands-
prófið, þótt tvísýnt sé um árangur, og má raunar telja full-
víst, að svo sé. Ef mikil brögð eru að því, að landsprófsnefnd
fái ekki til mats verkefni nemenda úti á landi, sem viðkom-
andi kennarar þeirra telja fyrirfram vonlaust, að nái prófinu,
þá lækkar þetta að sjálfsögðu fallhlutfall landsbyggðarinn-
ar miðað við Reykjavík. Þá er hugsanlegt, að mikil aðsókn
í Reykjavík leiði til fjölmennari bekkja en úti á landsbyggð-
inni, og kynni þetta að draga úr árangri kennslunnar, ekki
sizt fyrir þá nemendur, sem stæðu tæpt.
Þá skal vikið að einu atriði, sem snertir landspróf miðskóla