Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 79
Skírnir
Um ákvæðaskáld
77
Sumir eru þjóðskáld, sem hafa öðlazt virðulegan sess í ís-
lenzkri bókmenntasögu, eins og Hallgrímur Pétursson, Einar
Sigurðsson í Heydölum, Stefán Ölafsson í Vallanesi, Jón á
Bægisá, Sigurður Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar, svo að nokkur
dæmi séu nefnd.
Aðrir eru að minnsta kosti vel þekktir, og þóttu margir
þeirra á sínum tíma ágæt skáld, þótt þeir séu nú ekki eins
metnir — menn eins og Hallur Magnússon, Þorleifur Þórðar-
son, Leirulækjar-Fúsi, Kolbeinn jöklaraskáld, Guðmundur
Bergþórsson, Sigurður Dalaskáld, Páll Jónsson skáldi.
Enn aðrir eru lítt þekktir hagyrðingar, sem fátt er vitað um,
stundtun ekki einu sinni föðurnafnið. Þó orka þeir alveg sér-
staklega á huga manns, og er gaman að reyna að grafa upp
einhverja vitneskju um þá, — þótt erfitt sé. Hver var Guðrún,
kona Teits, er drepinn var í hinni síðustu jólagleði undir Jökli?
Hvers konar manneskja var Ingibjörg í Grafarkoti á Mýrum?
Ætli Jón goddi hafi verið Jónsson eða Egilsson? Þetta eru dæmi
um spurningar, sem vaka fyrir manni.
Eitt hafa þó allir þessir menn sameiginlegt, bæði karlar og
konur (því að þær eru að minnsta kosti tíu). Þau hafa fengizt
við skáldskap. Þeim má líka flestum skipta í tvo hópa: presta
og rímnaskáld, þótt þetta hafi að sjólfsögðu oft getað farið
saman.
En er þá nokkuð annað sameiginlegt í fari þessara manna?
Það er auðséð, að þeir hafa flestir verið menn, er hafa skorið
sig úr á einhvern hátt, verið frábrugðnir því, sem gengur og
gerist, andlegir hæfileikar þeirra hafa verið sérstæðir, þeir
hafa verið skapstórir menn, andheitir mjög eða fljótir til reiði.
Þessi lýsing er ein af mörgum:
Magnús prófastur Pétursson, sem jafnan var kenndur
við Hörgsland á Síðu, var mesta mikilmenni. Hann var
andríkur, bænheitur, fjölkunnugur og kraftaskáld ... 5)
Hér er líka getið þess, að séra Magnús hafi verið fjölkunn-
ugur á annan hátt, og er það mjög oft sagt um ákvæðaskáld.
Ef treysta má þeim lýsingum, sem sagnirnar gefa, og mynd-
B) Sigfús Sigfússon, fslenzkar þjóð-sögur og -sagnir VIII, bls. 36.