Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 110
108
Erik Sanderholm
Skírnir
verður að fara mjög varlega í að taka of mikið mark á, hvort
verkið getur talizt gott eða lélegt með tilliti til þessarar sér-
stöku greinar.
Að endingu vil ég taka það skýrt fram, að í grein þessari hefur
nær eingöngu verið bent á formgalla í Fóstbræðrasögu, enda var
ritgerðinni sniðinn sá stakkur. Þess ber þó að geta, að þrátt fyrir
þessa missmíð og aðra galla verður að telja höfund sögunnar
dugandi listamann, sem tekst snilldarlega, þegar bezt lætur. Á
það einkum við um fyrstu kaflana: afrek þeirra fóstbræðra á
pörupiltaskeiðinu og frásögnina um ástir Þormóðs. Veikastur er
tvímælalaust kaflinn, sem gerist á Grænlandi, enda hefur höf-
undur bersýnilega fátt eitt haft þar við að styðjast. Má sjá það
m. a. á því, að þótt þekking hans á Vestfjörðum sé engan veg-
inn frábær, þá veit hann þó miklum mun minna um Græn-
land.3) Það er því engin furða, þótt hann verði einmitt að
grípa til endurtekninganna í þessum köflum til þess að fylla
í þær eyður, sem verða í heimildum um afrek Þormóðs.4)
Þessi annmarki vekur þó síður eftirtekt vegna þess, að sög-
unni lýkur með frábærum kafla um ævilok Þormóðs á Stikla-
stöðum. Þar nær list höfundar hæst. Hin fullkomna stílfágun
fslendingasagna er á næsta leiti.
ATHUGAGREINAR.
1) Frá nútímasjónarmiði; þess ber auðvitað að minnast, að höfundur hefur
að öllum líkindum stuðzt við munnlegar frásagnir, er hann samdi verk-
ið, sbr. 3. og 4. athgr. hér á eftir. En þar er vakin athygli á nokkrum
atriðum, sem gætu bent til þess, að sögusögn hafi verið til, annaðhvort
brengluð eða misskilin af höfundi.
2) Það virðist t. d. alleinkennilegt, að útgefandi lætur hjá liða að geta þess
í athugasemd sinni á bls. 261, að Bjarkamál er að finna í enn ýtarlegri
mynd hjá Saxo (frá u. þ. b. 1200, sjá m. a. Jón Helgason: Ritgerðakorn
og ræðustúfar hls. 50 ff.).
3) 1 skýringum við útgófuna bls. 240—241 tekur útgefandi ekki til athug-
unar þetta þekkingarleysi höfundar á staðháttum. Á bls. 237 segir, að
Þormóðr er fluttur í helli einn í Eiriksfirði og fyrir hellismunnanum var
grastó (bls. 238). Á bls. 239 segir svo, að Þormóðr fór til Einarsfjarðar
að finna Þórdísi á LQngunesi og drepur þar Þorkel, son hennar. Síðan
hleypur Þormóðr á brott, en þeir Falgeirr og Þórðr, synir Þórdísar, veita
honum eftirför: „Hann tekr undan fast fram á sjóvarhamrana, ok hleypr